flugfréttir

Qatar Airways fer í mál við Airbus

21. desember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 22:30

Airbus A350-900 breiðþota frá Qatar Airways á Logan-flugvellinum í Boston í Bandaríkjunum

Qatar Airways hefur ákveðið að svara Airbus í sömu mynt með því að höfða mál gegn flugvélaframleiðandanum vegna galla í frágangi á yfirlagi og vegna ófullnægjandi málningarvinnu á þeim Airbus A350 þotum sem félagið hefur fengið afhentar.

Airbus höfðaði mál gegn Qatar Airways fyrr í mánuðunum eftir að flugfélagið lýsti því yfir að málningarvinnan og gallar í yfirlagi í skrokknum hefði áhrif á lofthæfi flugvélanna en Airbus segir að slík yfirlýsing getur skaðað orðspor Airbus A350 þotnanna og sendir villandi skilaboð til flugmálayfirvalda í öðrum löndum.

„Okkur hefur mistekist í öllum þeim tilraunum sem við höfum gert til þess að ná einhverri lausn í málinu við Airbus vegna þessara galla. Þar af leiðandi var ekkert annað í stöðunni fyrir okkur nema að komast til botns í málinu með því að fara með það fyrir dóm“, segir í yfirlýsingu frá Qatar Airways.

Fyrstu athugasemdir frá Qatar Airways vegna galla í málningarvinnu voru gerðar í janúar á þessu ári sem varð til þess að ein Airbus A350 þota félagsins var ferjuð til Shannon á Írlandi þar sem málningin var fjarlægð og þotan máluð upp á nýtt í sérstöku litaþema vegna Heimsmeistarakeppninnar í fótbolta sem fram fer í Katar næsta sumar.

Airbus hefur lýst því yfir að málið með málningarvinnuna sé ekki neitt sem skerðir öryggi flugvélanna og hefur Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) einnig tekið fram að þeir hafi ekki fengið neitt inn á borð til sín sem þykir gefa tilefni til þess að setja á takmarkanir á notkun á Airbus A350 þotunum.

Flugmálayfirvöld í Katar (QCAA) kyrrsettu hinsvegar þrettán Airbus A350 þotur frá Qatar Airways vegna gallanna í ágúst og í dag hefur alls 21 þota verið kyrrsett í flotanum sem hefur haft töluverð áhrif á flugrekstur félagsins.  fréttir af handahófi

Kynna 100 sæta rafmagnsflugvél sem kemur á markað árið 2026

5. nóvember 2021

|

Fyrirtækið Wright Electric hefur kynnt til sögunnar farþegaþotu sem verður eingöngu knúin áfram fyrir rafmagni sem á að koma á markað árið 2026 en flugvélin mun taka 100 farþega í sæti.

Airbus undirbýr aukin afköst á ný eftir COVID-19

28. október 2021

|

Flugvélaframleiðandinn Airbus stefnir á að auka afkastagetuna og framleiðslu á farþegaþotum en framleiðsluhraðinn dróst saman í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Nýr framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni

8. desember 2021

|

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

  Nýjustu flugfréttirnar

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

17. janúar 2022

|

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þa

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninn

Helmingur starfsmanna hjá Air Malta verður sagt upp

16. janúar 2022

|

Flugfélagið Air Malta hefur tilkynnt um umfangsmikinn niðurskurð og stendur til að fækka starfsmönnum um allt að helming í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu á ný í rekstri.

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Am

Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

14. janúar 2022

|

Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í

Hóf flugtaksbrun á meðan önnur þota var á brautinni

13. janúar 2022

|

Alvarlegt atvik kom upp um síðastliðna helgi á flugvellinum í Dubai er farþegaþota af gerðinni Boeing 777 frá Emirates hóf flugtaksbrun án heimildar frá flugumferðarstjórum á sama tíma og önnur þota

Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

13. janúar 2022

|

Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.

Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

12. janúar 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli

Icelandair flýgur til Rómar, Alicante og Nice í sumar

12. janúar 2022

|

Icelandair hefur birt sumaráætlun sína fyrir sumarið 2022 og eru þar fjórir nýir áfangastaðir kynntir til leiks, þrír í Evrópu og einn í Norður-Ameríku en félagið hefur bætt við í leiðarkerfið Róm, A

Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

11. janúar 2022

|

John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt o

">

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00