flugfréttir

Flug að nýju með risaþotum flýtt um 3 mánuði

- Qantas byrjar aftur að fljúga Airbus A380 þann 11. janúar

27. desember 2021

|

Frétt skrifuð kl. 13:09

Risaþotan VH-OQB á flugvellinum í Dresden í Þýskalandi í ágúst síðastliðnum

Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja flugáætlun að nýju með Airbus A380 töluvert fyrr en áætlað var og er stefnt á að koma risaþotunum í loftið nokkrum mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir.

Fyrsta risaþotuflug Qantas er áætlað 11. janúar næstkomandi og bárust þær fregnir í dag eftir að í ljós kom að millilandaflug á vegum félagsins sem til stóð að fljúga með Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 787-9 hefur verið skipt út fyrir Airbus A380.

Þotan sem notuð verður í fyrsta fluginu ber skráninguna VH-OQB en sú þota var kyrrsett eins og allar aðrar risaþotur félagsins í mars árið 2020 og var hún geymd á flugvellinum í Los Angeles fram til ágúst á þessu ári en flugáhugamenn í Ástralíu komu auga á þotuna í Sydney í nóvember þar sem verið var að framkvæma prófanir á henni fyrir endurkomu í flotann.

Til stóð að risaþoturnar færu aftur í loftið í apríl 2022 en þar sem að sjötíu af þeim áhafnarmeðlimum Qantas, sem fljúga Boeing 787 þotunum, eru staðsettir í Queensland-ríki, þar sem skylda er að fara í tveggja vikna sóttkví eftir hverja komu til landsins, þá fann Qantas lausn á því með að dreifa millilandaflugi til og frá Ástralíu með blöndu af Boeing 787 og Airbus A380.

Hingað til hefur Qantas flogið daglega á milli Sydney og Los Angeles með Boeing 787-9 þotum en frá og með 11. janúar verða farnar þrjár flugferðir í viku með Airbus A380 og eitt flug með Boeing 787-9.  fréttir af handahófi

Hafa áhyggjur af skorti á títaníumi sem kemur frá Rússum

13. mars 2022

|

Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer segist eiga nægar birgðir af títaníumi til þess að komast í gegnum áhrifin vegna innrásar Rússa í Úkraínu til skemmri tíma.

Comair svipt flugrekstarleyfinu af öryggisástæðum

13. mars 2022

|

Suður-afríska flugfélagið Comair hefur aflýst öllu flugi eftir að flugmálayfirvöld í Suður-Afríku sviptu félaginu flugrekstarleyfinu sína ótímabundið.

Prófunum lokið á þriðju flugbrautinni í Hong Kong

22. apríl 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong hefur færst skrefi nær því að taka í notkun þriðju flugbraut vallarins.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga