flugfréttir
Flug að nýju með risaþotum flýtt um 3 mánuði
- Qantas byrjar aftur að fljúga Airbus A380 þann 11. janúar

Risaþotan VH-OQB á flugvellinum í Dresden í Þýskalandi í ágúst síðastliðnum
Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja flugáætlun að nýju með Airbus A380 töluvert fyrr en áætlað var og er stefnt á að koma risaþotunum í loftið nokkrum mánuðum fyrr en gert var ráð fyrir.
Fyrsta risaþotuflug Qantas er áætlað 11. janúar næstkomandi og bárust þær fregnir í dag eftir að í ljós kom að millilandaflug
á vegum félagsins sem til stóð að fljúga með Dreamliner-þotu af gerðinni Boeing 787-9 hefur verið skipt út fyrir
Airbus A380.
Þotan sem notuð verður í fyrsta fluginu ber skráninguna VH-OQB en sú þota var kyrrsett eins og allar aðrar risaþotur
félagsins í mars árið 2020 og var hún geymd á flugvellinum í Los Angeles fram til ágúst á þessu ári en flugáhugamenn
í Ástralíu komu auga á þotuna í Sydney í nóvember þar sem verið var að framkvæma prófanir á henni fyrir endurkomu
í flotann.
Til stóð að risaþoturnar færu aftur í loftið í apríl 2022 en þar sem að sjötíu af þeim áhafnarmeðlimum Qantas, sem fljúga Boeing 787
þotunum, eru staðsettir í Queensland-ríki, þar sem skylda er að fara í tveggja vikna sóttkví eftir hverja komu til landsins, þá fann Qantas lausn á því með að dreifa millilandaflugi til og frá Ástralíu með blöndu af Boeing 787 og Airbus A380.
Hingað til hefur Qantas flogið daglega á milli Sydney og Los Angeles með Boeing 787-9 þotum en frá og með 11. janúar
verða farnar þrjár flugferðir í viku með Airbus A380 og eitt flug með Boeing 787-9.


13. mars 2022
|
Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer segist eiga nægar birgðir af títaníumi til þess að komast í gegnum áhrifin vegna innrásar Rússa í Úkraínu til skemmri tíma.

13. mars 2022
|
Suður-afríska flugfélagið Comair hefur aflýst öllu flugi eftir að flugmálayfirvöld í Suður-Afríku sviptu félaginu flugrekstarleyfinu sína ótímabundið.

22. apríl 2022
|
Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong hefur færst skrefi nær því að taka í notkun þriðju flugbraut vallarins.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.