flugfréttir
Philippine Airlines ekki lengur í gjaldþrotameðferð

Philippine Airlines flýgur í dag til 32 áfangastaða utan Filippseyja og til 29 áfangastaða í innanlandsflugi
Flugfélagið Philippine Airlines er formlega komið út úr gjaldþrotamálsmeðferð með tilheyrandi viðsnúningsáætlun sem miðar af því að félagið nái að lækka skuldir sínar niður í 2 milljarða bandaríkjadali sem samsvarar 262 milljörðum króna.
Ný rekstaráætlun var samþykkt með 100 prósent atkvæðum af bandaríska gjaldþrotadómstólnum í New York
og voru allir kröfuhafar sem samþykktu áætlunina en meðal þeirra voru flugvélaleigur og viðhaldsfyrirtæki.
Í yfirlýsingu frá Philippine Airlines segir að fjárhagsstaða félagsins til lengri tíma litið sé mjög sterk og fara skuldir
félagsins lækkandi á meðan lausafé sé að aukast.
Viðsnúningsáætlun félagsins miðar af því að draga saman flugflota félagsins um 25% og þá er von á að hluthafar og fjárfestar komi með fé upp á 66 milljarða króna inn í reksturinn en þess má geta að heildarskuldir félagsins í september
í fyrra námu rúmum 70 milljörðum króna.
Philippine Airlines flýgur í dag til 32 áfangastaða utan Filippseyja og til 29 áfangastaða í innanlandsflugi. Flugfélagið
ætlar sér að fjölga áfangastöðum í leiðarkerfinu um leið og ferðatakmörkunum verður aflétt vegna heimsfaraldursins og
þá er stefnan tekin á aukin umsvif í fraktflugi.


23. mars 2022
|
Breska lágfargjaldaflugfélagið Flybe mun hefja áætlunarflug að nýju þann 13. aprík næstkomandi en félagið varð eitt fyrsta flugfélagið í Evrópu til þess að hætta starfsemi sinni eftir að kórónuveiru

25. mars 2022
|
Airbus telur að flugfélög á Indlandi þurfi á yfir 2.000 flugvélum að halda á næstu 20 árum til þess að mæta vaxandi eftirspurn í farþegaflugi en þess má geta að seinasta spá Airbus gerði ráð fyrir 1.8

19. apríl 2022
|
Grímuskylda var í gær afnmunin í öllum almenningssamgöngum í Bandaríkjunum og á það einnig við um farþegaflug vestanhafs en dómari í Flórída kvað upp dóm í gær sem kveður á um að grímuskyldan hafi f

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.