flugfréttir

Sagt að Allegiant Air ætli að panta fimmtíu 737 MAX þotur

5. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:52

Airbus A320 þota frá Allegiant Air

Sagt er að Boeing eigi von á stórri pöntun í Boeing 737 MAX þoturnar en fréttir herma að það sé bandaríska flugfélagið Allegiant Air sem sé að undirbúa pöntunina og ætli að panta að minnsta kosti 50 þotur.

Allegiant Air er lágfargjaldaflugfélag í flokki þeirra ódýrustu vestanhafs og hefur félagið í dag eingöngu Airbus A319 og A320 þotur í flotanum sem telja 121 þotu en félagið hafði áður margar þotur af gerðinni McDonnell Douglas MD-90, DC-9 og Boeing 757 sem hafa verið teknar úr umferð.

Pöntunin myndi koma sér vel fyrir Boeing þar sem framleiðandinn hafði fyrir lok ársins 2021 tapað pöntunum í Boeing 737 MAX bæði frá Qantas og Air France-KLM sem bæði völdu þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni fram yfir 737 MAX.

Samkvæmt heimildum frá aðilum sem eru kunnugir málinu þá ætlar Allegiant Air að halda einhverjum Airbus A320 þotunum áfram í flotanum en mögulega verða pantaðar einhverjar 737 MAX 200 þotur sem er sérstök lágfargjaldarútgáfa af MAX þotunum.

„Þetta eru stórar fréttir þar sem Allegiant Air var talið ætla að panta Airbus A220 þoturnar“, segir Scott Hamilton, flugsérfræðingur hjá fyrirtækinu Leeham, sem telur að Allegiant hafi sennilega fengið það gott tilboð frá Boeing að þeir hefðu ekki getað hafnað því.  fréttir af handahófi

Upp úr slitnaði í viðræðum milli SAS og flugmanna

1. apríl 2022

|

Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

EASA mun breyta reglum um lágmarkseldsneyti

30. mars 2022

|

Evrópska flugöryggisstofnunin (EASA) hefur ákveðið að leyfa flugfélögum og flugrekstraraðilum að minnka það eldsneyti sem flugvélar þurfa að bera og munu nýjar reglugerðir taka í gildi í haust varða

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga