flugfréttir
Fara fram á 79 milljarða í skaðabætur frá Airbus

Airbus A350 þota frá Qatar Airways
Flugfélagið Qatar Airways fer fram á yfir 600 milljóna dollara skaðabætur frá Airbus vegna galla í yfirlagi og frágangi á málningu á skrokk á fjölmörgum nýjum Airbus A350-900 þotum en upphæðin janfgildir yfir 79 milljörðum króna.
Samkvæmt dómsgögnum þá segir að vandamálið sé að hafa skaðleg áhrif á rekstur Qatar Airways sem nemur 517
milljónum króna á hverjum degi þar sem félagið hefur kyrrsett næstum helminginn af Airbus A350-900 þotunum vegna vandans.
Qatar Airways og Airbus hafa átt í miklkum deilum sl. mánuð vegna galla í yfirlagi í málningu á Airbus A350-900 þotunum, vegna sprungna við glugga vélanna og þá segir Qatar Airways að tæring sé komin fram í
himnu sem virkar sem eldingavörn á þotunum.
Qatar Airways segir að flugmálayfirvöld í Katar hafi skipað félaginu til þess að kyrrsetja 21 þotu af þeim 53 sem félagið
hefur fengið afhentar og vegna þessa hefur Qatar Airways höfðað mál við dómsstól í London þar sem farið er
fram á skaðabætur upp á 79 milljarða króna.
Airbus varð samt sem áður fyrr til í að höfða mál þar sem framleiðandinn kærði Qatar Airways fyrir að flokka
vandamálið sem öryggisatriði af þeirri stærðargráðu að það varði lofthæfni flugvélanna þar sem slíkt gæti skaðað orðstýr
Airbus A350 þotanna en flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) segja að þeir hafi ekki fengið neitt inn á borð varðandi öryggisatriði vélanna.
Qatar Airways hefur verið lengi þekkt fyrir að vera mjög kröfuharður viðskiptavinur og hefur Airbus áður fengið athugasemdir
frá flugfélaginu í hausinn varðandi ýmiss smáatriði á meðan önnur flugfélög hafa ekki kvartað yfir þeim þotum sem þau
hafa fengið afhentar af sömu tegund.
Í kjölfar óánægju meðal Qatar Airways þá hafa að vísu fimm önnur flugfélög komið fram sem segjast hafa orðið vör
við atriði á Airbus A350 þotunum en engin af þeim hafa gripið til þess ráðst að kyrrsetja þoturnar líkt og Qatar Airways.


29. mars 2022
|
Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

7. apríl 2022
|
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir að júmbó-fraktþota geti hafi sig til flugs frá Hahn-flugvellinum í Frankfurt vegna viðskiptaþvingana á Rússland.

18. mars 2022
|
Finnair leitar nú nýrra leiða til þess að geta viðhaldið leiðarkerfi sínu til áfangastaða í Asíu þar sem lofthelgin yfir Rússlandi er ekki lengur í boði fyrir vestræn flugfélög.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.