flugfréttir
Einhver ár í að flug um Heathrow verði með eðlilegum hætti

Frá Heathrow-flugvellinum í London
John Holland-Kaye, framkvæmdarstjóri Heathrow-flugvallarins í London, varar við því að það gæti tekið einhver ár þangað til að flugumferð um flugvöllinn verður aftur orðin með eðlilegum hætti líkt og hún var fyrir heimsfaraldurinn.
Aðeins voru 19.4 milljónir farþega sem fóru um Heathrow-flugvöll árið 2021 en undanfarin ár hafa
tæpla 80 milljónir manns farið um þennan flugvöll árlega sem er einn sá stærsti í heimi er kemur að farþegafjölda og fjölda flugtaka og lendinga.
Þetta þýðir að farþegafjöldinn í fyrra var aðeins fjórðungur af þeim fjölda sem flaug um Heathrow-flugvöll
árið 2019 og hefur sú tala ekki verið jafn lág í meira hálfa öld.
Í fréttum BBC kemur fram að um 600.000 farþegar höfðu hætt við að fljúga um Heathrow í desember
vegna útbreiðslu Ómíkrón-afbrigðisins og er ekki ólíklegt að fleiri farþegar eiga eftir að hætta við
ferðaáform sín á næstu vikum og mánuðum.
„Eins og staðan er í dag eru ferðatakmarkanir á öllum flugleiðum frá Heathrow ásamt
prófunum. Flugiðnaðurinn mun ekki ná fullum bata fyrr en búið er að afhenma allar þessar
takmarkanir og aðgerðir og öruggt er að þær verða ekki teknar upp að nýju með skömmum
fyrirvara sem er eitthvað sem er sennilega ekki að fara að gerast fyrr en eftir einhver ár“, segir Holland-Kaye.


19. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið China Eastern Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737-800 þotunum en flugfélagið kyrrsetti þær allar í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 21. mars eftir að e

27. apríl 2022
|
Boeing hefur staðfest að seinkun verður á því að Boeing 777X þotan komi á markað og verður fyrsta þotan ekki afhent fyrr en árið 2025.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.