flugfréttir
Áframhaldandi bataferli í fluginu þrátt fyrir Ómíkron

Útbreiðsla Ómíkron-afbrigðisins hefur haft smávægileg áhrif á það bataferli sem hefur átt sér stað í bókunum á flugi í heiminum
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að áframhaldandi bataferli hafi verið í fluginu í heiminum í nóvember sl. í kjölfar heimsfaraldursins og hafi eftirspurn eftir millilandaflugi og flugi milli heimsálfa haldið áfram að aukast en hinsvegar gæti verið að áhrifin af Ómíkron-afbrigðinu eigi eftir að hafa einhver áhrif.
Heildareftirspurn eftir flugi í nóvember árið 2021 var 53% af þeirri eftirspurn sem var í nóvember árið 2019
áður en faraldurinn hófst sem er 1.9% aukning miðað við mánuðinn á undan sé október 2021 samanborin
við október árið 2019.
Eftirspurn eftir innanlandsflugi dróst eilítið saman eftir tveggja mánaða vöxt og var 24.9% minni í nóvember
2021 samanborið við nóvember 2019 en samdrátturinn í október var 21.3% minni samanborið við
október 2019 en þar spilar að mestu inn í samdráttur í innanlandflugi í Kína vegna strangari
ferðatakmarkanna.
Eftirspurn eftir öllu millilandaflugi í heiminum og þar með talið flug milli heimsálfa var 39.5%
af því sem var í nóvember árið 2019 en var 35.2 prósent í október samanborið við október árið 2019.
„Bataferlið hélt áfram í nóvember en því miður þá brugðust ríkisstjórnir of harkalega við Ómíkrón-afbrigðinu
og lýstu sumstaðar yfir neyðarástandi og innleiddu hertari aðgerðir er kemur að skimunum á flugfarþegum
og því kemur ekki á óvart að það hafði áhrif á farmiðasölu í desember og í byrjun ársins“, segir Willie Walsh, yfirmaður IATA.


28. apríl 2022
|
Það er ekki hægt að komast hjá því að hækka flugfargjöld miðað við þá hækkun sem orðið hefur á verði á þotueldsneyti.

7. apríl 2022
|
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir að júmbó-fraktþota geti hafi sig til flugs frá Hahn-flugvellinum í Frankfurt vegna viðskiptaþvingana á Rússland.

17. apríl 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér viðvörun þar sem krafist er að skoðun verði gerð á tveimur tegundum af þotuhreyflum og kemur fram að möguleiki á ryði eftir langtímageymslu á flug

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.