flugfréttir
Fyrsta A319 þotan í nýju litum ITA Airways

Fyrsta Airbus A319 þotan í nýju litum ITA Airways
Nýja ítalska flugfélagið ITA (Italia Trasporti Aereo), einnig þekkt sem ITA Airways, hefur birt myndir af fyrstu Airbus A319 þotunni sem hefur verið máluð í nýju litum félagsins.
Þetta er önnur þota ITA Airways sem máluð hefur verið en flugfélagið birti þann 23. desember sl. fyrstu myndirnar af
fyrstu þotunni í flotanum sem hafði verið máluð í litunum sem er af gerðinni Airbus A320.
ITA Airways var stofnað þann 11. nóvember árið 2020 og tók flugfélagið við af rekstri Alitalia sem hætti starfsemi sinni
í október sl. en daginn eftir, þann 15. október, flaug ITA sitt fyrsta áætlunarflug.
Airbus A319 þotan hefur fengið nafnið Pietro Mennea í höfuðið á Ólympíuspretthlauparanum ítalska sem var bæði
heimsmeistari í spretthlaupi og Evrópumeistari.
Þotan, sem ber skráninguna EI-IMN, mun fljúga sitt fyrsta áætlunarflug á morgun en þotan var áður í flota Alitalia
og hefur ITA Airways 18 slíkar þotur í flotanum sem telur 52 þotur sem allar eru af Airbus-gerð.
Allar þær þotur sem eru í flota félagsins sem málaðar verða á næstunni verða skírðar í höfuðið á þeim ítölsku íþróttarmönnum sem skarað hafa fram úr í þeirri grein sem þeir kepptu í og geta áhugasamir sent inn tillögur
af íþróttamönnum og velur flugfélagið tillögur af nöfnum afreksmanna í íþróttum sem notuð verða á flugvélarnar.


23. maí 2023
|
Textron Aviation hefur afhent fyrsta farþegaútgáfuna af nýju Cessna SkyCourier flugvélinni en fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá þá flugvél afhenta fyrir farþegaflug er leiguflugfélagið Lanai Ai

15. maí 2023
|
Svo gæti farið að einhver röskun verði á áætlunaflugi til og frá Spáni í sumar þar sem nokkur flugfélög íhuga verkfallsaðgerðir á meðan mesta ferðatímabilið stendur yfir.

27. mars 2023
|
Ekki ber öllum klukkum saman um hvað tímanum líður á flugvellinum í Beirút í Líbanon sem sýnir mismunandi klukkur þessa stundina.

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f