flugfréttir
Stormaði inn í stjórnklefa á 737 MAX og olli skemmdum

Myndir af eldsneytisinngjöfinni eftir að farþeginn komst inn í stjórnklefann
Farþegi olli skemmdum í stjórnklefa á Boeing 737 MAX þotu frá American Airlines er hann stormaði inn í stjórnklefann á flugvélinni fyrir brottför á flugvellinum í borginni San Pedro Sula í Hondúras í vikunni.
Atvikið átti sér stað þann 11. janúar og var áhöfn vélarinnar að undirbúa brottför til baka til Miami á meðan farþegar
voru að ganga um borð þegar einn karlmaður fór inn í stjórnklefann með látum.
Meðal annars olli hann skemmdum á eldsneytisinngjöf („throttle“) og braut haldfang á vinstra skafti sem stjórnar aflinu á vinstri hreyfli þotunnar.
Því næst reyndi hann að fara út um gluggann á stjórnklefanum en flugmennirnir náðu að stoppa hann af.
Öryggisverðir á flugvellinum og lögregla var kölluð til og fóru um borð og handtóku manninn og fóru með hann burt úr
flugvélinni. Vegna skemmda varð American Airlines að senda aðra þotu til Hondúras til þess að koma farþegum
áleiðis til Miami með tilheyrandi seinkun upp á 6 klukkustundir.


12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

17. mars 2022
|
Rússar íhuga nú að athuga með möguleikann á að því að endurvekja framleiðslu á Ilyushin Il-96 þotunni og Tupolev Tu-214 þotunni en framleiðslu þotnanna tveggja var samt aldrei formlega hætt.

6. apríl 2022
|
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.