flugfréttir

Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

14. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 21:09

Boeing 787-9 Dreamliner-þota frá Norse Atlantic Airways

Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Ameríku.

Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að um mikilvægan áfanga sé að ræða en Norse stefnir á að hefja flug vestur um haf með vorinu og nær leyfið yfir áætlunaflug á milli Bandaríkjanna og Noregs auk annarra landa innan Evrópusambandsins.

Norse fékk sína fyrstu Dreamliner-þotu afhenta í desember sem er af gerðinni Boeing 787-9 á sama tíma og félagið fékk flugrekstarleyfi sitt í hendurnar frá norskum flugmálayfirvöldum.

Fyrsta flug félagsins er áætlað í vor og mun félagið þá byrja að fljúga frá Osló til fyrstu áfangastaðanna í Bandaríkjunum en enn hefur ekki komið fram hver verður fyrsta borgin sem félagið mun fljúga til vestanhafs.

Meðal áfangastaða sem Norse stefnir á að fljúga til eru New York, Los Angeles auk áfangastaða í Flórída en flogið verður frá Osló, London og París.

„Við höfum trú á því að flug yfir Atlantshafið mun aukast á ný á næstunni af fullum krafti um leið og heimsfaraldurinn verður á bak og burt“, segir Bjørn Tore Larsen, framkvæmdarstjóri Norse.

Norse ætlar að fylla í það skarð sem Norwegian skildi eftir sig þegar félagið ákvað að hætta að fljúga til Bandaríkjanna en litlu munaði að Norwegian hefði orðið gjaldþrota á þeim tíma sem kórónaveirufaraldurinn byrjaði að breiðast út um heiminn.  fréttir af handahófi

Aeroflot fellir niður allt millilandaflug

6. mars 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur ákveðið að fella niður allt millilandaflug frá og með 8. mars næstkomandi að undanskildnu áætlunarflugi til Hvíta-Rússlands.

Hans Liljendal nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia

29. mars 2022

|

Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

Hætta flugi til 29 borga vegna skorts á flugmönnum

11. mars 2022

|

Bandaríska flugfélagið SkyWest Airlines ætlar að fella niður flug til 29 borga í Bandaríkjunum á næstu mánuðum þar sem að skortur er á flugmönnum til að fljúga flugvélum félagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga