flugfréttir
Norse fær leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna

Boeing 787-9 Dreamliner-þota frá Norse Atlantic Airways
Nýja norska flugfélagið Norse Atlantic Airways fékk í dag grænt ljós frá bandarískum flugmálayfirvöldum fyrir áætlunarflugi til Bandaríkjanna og er félagið því komið með leyfi til að hefja flug til Ameríku.
Í yfirlýsingu frá flugfélaginu kemur fram að um mikilvægan áfanga sé að ræða en Norse
stefnir á að hefja flug vestur um haf með vorinu og nær leyfið yfir áætlunaflug
á milli Bandaríkjanna og Noregs auk annarra landa innan Evrópusambandsins.
Norse fékk sína fyrstu Dreamliner-þotu afhenta í desember sem er af gerðinni Boeing 787-9 á sama tíma og félagið
fékk flugrekstarleyfi sitt í hendurnar frá norskum flugmálayfirvöldum.
Fyrsta flug félagsins er áætlað í vor og mun félagið þá byrja að fljúga frá Osló til
fyrstu áfangastaðanna í Bandaríkjunum en enn hefur ekki komið fram hver verður fyrsta
borgin sem félagið mun fljúga til vestanhafs.
Meðal áfangastaða sem Norse stefnir á að fljúga til eru New York, Los Angeles auk
áfangastaða í Flórída en flogið verður frá Osló, London og París.
„Við höfum trú á því að flug yfir Atlantshafið mun aukast á ný á næstunni af fullum krafti
um leið og heimsfaraldurinn verður á bak og burt“, segir Bjørn Tore Larsen, framkvæmdarstjóri
Norse.
Norse ætlar að fylla í það skarð sem Norwegian skildi eftir sig þegar félagið ákvað að
hætta að fljúga til Bandaríkjanna en litlu munaði að Norwegian hefði orðið gjaldþrota
á þeim tíma sem kórónaveirufaraldurinn byrjaði að breiðast út um heiminn.


6. mars 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur ákveðið að fella niður allt millilandaflug frá og með 8. mars næstkomandi að undanskildnu áætlunarflugi til Hvíta-Rússlands.

29. mars 2022
|
Hans Liljendal Karlsson hefur verið ráðinn nýr sviðsstjóri tæknisviðs hjá Isavia ANS. Hann hefur störf í apríl. Hans er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá IHK í Kaupmannahöfn og er í MBA námi í

11. mars 2022
|
Bandaríska flugfélagið SkyWest Airlines ætlar að fella niður flug til 29 borga í Bandaríkjunum á næstu mánuðum þar sem að skortur er á flugmönnum til að fljúga flugvélum félagsins.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.