flugfréttir

FAA: Helmingur flugferða öruggar í bili gagnvart 5G

17. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:26

Fram hefur komið að tíðni á 5G sendum sé of nálæg þeirri tíðni sem ratsjárshæðarmælar nota

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa lýst því yfir að búið sé að ganga úr skugga um að nær helmingur þeirra flugvéla sem fljúga áætlunarflug í Bandaríkjunum séu öruggar gagnvart 5G fjarskiptatíðninni og eigi 45% af þeim ekki af stafa ógn af slíkum sendum.

Þessi yfirlýsing var gefin út í gær og kemur fram að búið sé að tryggja öryggi á 48 af þeim 88 flugvöllum sem taldir voru að gætu orðið fyrir áhrifum af nálægð við 5G senda en fjarskiptafyrirtækin AT&T og Verizon hafa samþykkt að koma upp sérstöku öryggissvæði á 5G dreifikerfinu við nálægð flugvalla í að minnsta kosti 6 mánuði.

Fram hefur komið að tíðni á 5G sendum sé of nálæg þeirri tíðni sem ratsjárshæðarmælar nota en slíkir mælar eru notaðir á flugvélum til þess að gefa upp nákvæma flughæð yfir jörðu og spila stórt hlutverk í blindaðflugi.

Þrátt fyrir þetta þá hafa mörg bandarísk flugfélög og fraktflugfélög sínar efasemdir og telja að vandamálið sé langt frá því að vera úr sögunni.

„Þótt að komið sé samþykki frá FAA þá munu bandarísk flugfélög ekki geta starfrækt fjölda flugferða vegna takmarkanna þar sem verið er að gera prófanir fram til 19. janúar sem er sá dagur sem á að taka 5G kerfið í notkun“, segir í yfirlýsingu samtakanna Airlines 4 America.

Þann 14. janúar sl. gaf FAA út tilmæli þar sem þeir flugrekendur, sem hafa Boeing 787 í flota sínum, voru beðnir um að sýna sérstaka aðgát er kemur að lendingum á blautum flugbrautum á flugvöllum sem eru nálægt 5G fjarskiptasendum.

Á meðan vinnur FAA hörðum höndum að því að afla upplýsinga með nákvæmum hætti varðandi hvernig 5G er að hafa áhrif á mismunandi tegundir af ratsjárshæðarmælum í flugvélum.  fréttir af handahófi

Syðri flugstöðin á Gatwick opnar aftur eftir 21 mánaða lokun

29. mars 2022

|

Búið er að taka aftur í notkun syðri flugstöðina á Gatwick-flugvellinum í London, South Terminal, en henni var lokað fyrir 21 mánuði síðan vegna heimsfaraldursins.

Ryanair ætlar að snúa til Úkraínu fyrst allra flugfélaga

3. mars 2022

|

Michael O Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að lágfargjaldafélagið írska ætli að verða fyrsta evrópska flugfélagið til þess að snúa aftur til Úkraínu og segir framkvæmdarstjórinn að flugfélagi

Fimm áhugasamir kaupendur að Piaggio koma til greina

4. apríl 2022

|

Fimm áhugasamir kaupendur sem vilja taka yfir rekstur ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hafa verið valdir til þess að fá aðgang að bókhaldi og rekstargögnum fyrirtækisins sem er næsta

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga