flugfréttir

ESB segir engar sannanir fyrir draugaflugferðum

- Engar heimildir fyrir því að flugfélög neyðist til að fljúga tómum flugvélum

17. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:55

Lufthansa segir að félagið þurfi í vetur að fljúga tugþúsundir óþarfa flugferða með örfáa og stundum enga farþega um borð

Evrópusambandið segir að ekki séu neinar heimildir fyrir því að flugfélög séu að neyðast til þess að fljúga tómum flugvélum til áfangastaða af ótta við að missa lendingarplássin ef þau fljúgi ekki þann lágmarksflugfjölda sem kröfur fara fram á.

Rætt hefur verið um svokölluð „draugaflug“ en vegna samdráttar í eftirspurn eftir flugi vegna heimsfaraldursins hefur komið fram að mörg evrópsk flugfélög og þar á meðal Lufthansa og Brussel Airlines séu að fljúga næstum því tómum flugvélum með örfáa farþega um borð einungis til þess að missa ekki rétt sinn á að fljúga til flugvalla þar sem gerð er krafa um lágmarksnýtingu.

„Ekki eru neinar vísbendingar um nein draugaflug vegna „use it or loose it“ stefnu flugvalla og við höfum engar heimildir fyrir slíku vandamáli og síður en svo eru engar sannanir fyrir því fyrir hendi“, segir yfirmaður Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.

„Það sem af er vetri þá hefur áætlunarflug innan Evrópu ef marka má tölur frá Eurocontrol verið 73 til 78% af þeirri flugumferð sem var árið 2019 og því er spáð að í ár verði sú tala komin upp í 88% miðað við árið 2019“, segir Stefan De Keersmaecker, talsmaður Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins.

Þessi ummæli koma nokkrum dögum eftir að Lufthansa og Ryanair létu rækilega í sér heyri vegna óánægju með reglugerðir um lágmarksnýtingu á flugvallarplássum á sama tíma og heimsfaraldur geysar og eftirspurn er í lágmarki einnig vegna árstíðar en janúar og febrúar eru þeir mánuðir sem fæstar bókanir á flugmiðum eiga sér stað.

Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, sagði í desember að flugfélagið þyrfti að fljúga tugþúsundir óþarfa flugferða með tilheyrandi kolefnaútblæstri einungis til þess að missa ekki pláss á flugvöllum þrátt fyrir að lágmarksnýtingin hafi verið lækkuð árið 2020.

Evrópusambandið segir að flugfélög þurfi aðeins að nýta 50% af plássunum yfir vetrartímann en krafan hækki síðan upp í 64% yfir sumarið frá mars fram til október.  fréttir af handahófi

Taka stærri A330 breiðþotur og bæta við A321LR

26. febrúar 2022

|

Kuwait Airways hefur ákveðið að breyta pöntun sinni hjá Airbus sem félagið átti í Airbus A330neo þoturnar og ákveðið að taka nokkrar þotur af stærri gerðinni.

Leiðarkerfi Finnair í Asíu í uppnámi

28. febrúar 2022

|

Finnska flugfélagið Finnair vinnur nú að því að endurmeta leiðarkerfi sitt þar sem félagið hefur neyðst til þess að fella niður áætlunarflug til allra áfangastaða sinna í Asíu þar sem að lofthelginn

Eftirspurn eftir fraktflugi farin að dragast saman

3. maí 2022

|

Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga