flugfréttir

Fresta flugi í 2 mánuði vegna skorts á flugvélum

18. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 10:01

Antonov An-148-100 þota frá flugfélaginu Air Ocean Airlines

Úkraínska flugfélagið Air Ocean Airlines hefur neyðst til þess að fella niður allt áætlunarflug í tvo mánuði vegna skorts á flugvélum sem er tilkomið vegna viðhaldsskoðana og seinkunar á afhendingum flugvéla.

Flugfélagið lýsti því yfir um helgina að félagið þyrfti að hætta öllu flugi frá og með deginum í dag fram í miðjan mars og hefur farþegum verið gert viðvart með afsökunarbeiðni.

Flugfloti Air Ocean Airlines samanstendur aðeins af tveimur þotum sem eru af gerðinni Antonov An-148-100 en báðar vélarnar eru um 10 ára gamlar og komu í flota félagsins í október árið 2021 en áður flugu þær fyrir Angara Airlines.

Félagið átti að fá þriðju An-148-100 þotuna í flotann til þess að leysa af hólmi aðra þotuna sem er í viðhaldsskoðun en sú þota hefur enn ekki verið afhent.

Air Ocean Airlines sá ekki fram á að geta haldið úti flugáætlun sinni með aðeins eina þotu og var því ákveðið að fresta öllu flugi til 15. mars.

Flugfélagið, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Kænugarði, var stofnaði í september árið 2020 en félagið hóf ekki flugrekstur fyrr en í október í fyrra og náði félagið aðeins að fljúga tæpa 3 mánuði þar til að það neyddist til að gera hlé á rekstrinum.

Air Ocean Airlines flýgur eingöngu innanlandsflug í Úkraínu til fimm áfangastaða sem eru Chernivtsi, Kharkiv, Lviv og Zaporizhzhia og Kiev.  fréttir af handahófi

Sérfræðingar frá Bandaríkjunum á leið til Kína vegna flugslyssins

31. mars 2022

|

Bandarískir flugslysasérfræðingar frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB), starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og sérfræðingar frá Boeing munu á næstu dögum halda til Kína til þ

Rússar gera loftárás á Antonov flugvélaverksmiðjurnar

14. mars 2022

|

Rússneskt herlið hefur gert árás á Antonov flugvélaverksmiðjurnar (Antonov Aircraft Serial Production Plant) í Kænugarði en að sögn úkraínska þingsins voru gerðar loftárásir á tvö háhýsi á nágrenninu

Telja líklegt að Boeing muni fresta 777X fram til ársins 2025

25. apríl 2022

|

Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

IAG pantar allt að 150 Boeing 737 MAX þotur

20. maí 2022

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

Verkalýðsfélög styðja samruna Spirit og Frontier

19. maí 2022

|

Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

London City ætlar að verða fyrsti kolefnalausi flugvöllur heims

18. maí 2022

|

London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

Aeroflot kaupir átta breiðþotur af erlendri flugvélaleigu

17. maí 2022

|

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Helmingur af risaþotum Emirates komin aftur í rekstur

13. maí 2022

|

Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

Opið fyrir umsóknir í einka- og atvinnuflugnám hjá Flugakademíu Íslands

13. maí 2022

|

Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

Farþegi lendir Cessna Caravan eftir að flugmaðurinn veiktist

11. maí 2022

|

Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga