flugfréttir
Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu
- Brisbane-flugvöllur hvetur borgina til að vara framtíðaríbúa við hávaðanum

Boeing 737 þota frá Virgin Australia í aðflugi að flugvellinum í Brisbane í Ástralíu
Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni, verði varaðir við þeim hávaða sem mun fylgja því að búa á þeim stað.
Um er að ræða svæði nálægt
miðbænum sem áður var herstöð bandaríska flughersins í seinni heimstyrjöldinni
en nú stendur til að reisa þar 855 nýjar íbúðir.
Svæðið, sem nefnist Bulimba Barracks, er hinsvegar undir nýrri aðflugsleið að Brisbane-flugvellinum og
segir stjórn flugvallarins að hávaði frá flugvélum geti náð 70 desibilum sem
mun án efa valda óþægindum fyrir þá íbúa sem stefna á að kaupa íbúðir
í þessu nýja hverfi.
Stjórn Brisbane-flugvallarins hefur skrifað erindi til borgarinnar þar sem
hvatt er til þess að íbúum verði gert grein fyrir hávaðamenguninni þeirra
vegna og einnig til þess að takmarka þær kvartanir sem flugvellinum gæti
borist í framtíðinni.
„Hávaðalíkan sem gert hefur verið fyrir Brisbane-flugvöll sýnir að allt
Bulimba Barracks svæðið fellur inn í 60 desibila hávaðasvæðisins sem þýðir að
þær flugvélar sem fljúga þarna yfir munu allavega framkalla hávaða sem þessu
nemur og sumar flugvélar munu án efa ná 70 desibilum“, segir talsmaður
Brisbane Airport Corporation.

Nýja hverfið má sjá fyrir miðju við árbakkann og Brisbane-flugvöllur sést í fjarska hinumegin við ánna
Flugvöllurinn segist hafa töluverðar áhyggjur af þessu vandamáli
þar sem hávaði frá flugvélum sé mestur á þessu svæði og hvetur verktaka og hönnuði að gera ráð fyrir að viðeigandi
hávaðaeinangrun sé notuð þegar framkvæmdir hefjast á íbúðunum.
Fram kemur í erindi frá flugvellinum að ef þetta vandamál verði ekki
tekið með í reikninginn við framkvæmdir á íbúðunum gæti það orsakað
neikvæð áhrif með skertum lífsskilyrðum og deilum sem myndu valda
þess að skerða þurfi flugvallarstarfseminu.
Úr 15 kvörtunum á mánuði upp í 300 eftir að ný flugbraut var tekin í notkun
Adam Allan, skipulagsfulltrúi hjá borgarstjórn Brisbane, segir að verktakar
og skipuleggjendur nýja hverfisins séu að taka með í reikninginn hávaðamengun
og sé verið að meta þessi atriði.

Nýja hverfið verður staðsett beint undir aðfluginu að nýju flugbrautinni sem var tekin í notkun árið 2020
Nýja aðflugslínan að flugvellinum er tilkomin eftir að Brisbane-flugvöllur tók í notkun nýja flugbraut árið 2020 og eru báðar flugbrautirnar notaðar samtímis en um leið og brautin opnaði jókst fjöldi kvartanna frá íbúum upp úr öllu valdi og sérstaklega frá þeim sem búa í hverfinum Bulimba, Hawthorne, Hamilton, Balmoral og Ascot.
Fram kemur að áður en nýja flugbrautin var tekin í notkun bárust um 15
kvartanir vegna hávaða á mánuði en eftir að brautin var tekin í notkun í júlí í fyrra voru kvartanirnar orðnar um 110 talsins á mánuði og 300 talsins þegar mest var í ágúst.


3. mars 2022
|
Carsten Spohr, framkvæmdarstjóri Lufthansa, segir að flugfélagið þýska sé mögulega að spá í að festa kaup á einhverjum af þeim breiðþotum sem rússnesk flugfélög höfðu pantað hjá Boeing og Airbus en

5. maí 2022
|
Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

11. mars 2022
|
Vikuna 14. til 25. mars stendur Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins, EASA, fyrir öryggisátaki í almannaflugi.

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

19. maí 2022
|
Verkalýðsfélög starfsmanna hjá flugfélögum í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines og hafa með því lýst yfir áhyggjum sínum ef Spirit Airlines hyggst

18. maí 2022
|
London City flugvöllurinn stefnir á að verða fyrsti flugvöllurinn í heimi til að verða að öllu kolefnalaus og það fyrir árið 2030.

17. maí 2022
|
Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur keypt átta farþegaþotur í flotanum sem áður voru í eigu erlends flugvélaleigufyrirtækis.

17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

13. maí 2022
|
Yfir helmingurinn af öllum Airbus A380 risaþotum Emirates hafa snúið aftur í flotann eftir heimsfaraldurinn en á sama tíma hefur Emirates tekið aftur í notkun allar Boeing 777 þoturnar.

13. maí 2022
|
Flugakademía Íslands hefur opnað fyrir umsóknir í einkaflugnám, samtvinnað og áfangaskipt atvinnuflugnám en námið hefst haustið 2022 og er umsóknarfrestur til 29. júlí.

12. maí 2022
|
Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.