flugfréttir

Vara við hávaða í nýju hverfi sem mun rísa beint undir aðfluginu

- Brisbane-flugvöllur hvetur borgina til að vara framtíðaríbúa við hávaðanum

18. janúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 10:53

Boeing 737 þota frá Virgin Australia í aðflugi að flugvellinum í Brisbane í Ástralíu

Stjórn flugvallarins í áströlsku borginni Brisbane hafa beðið borgarstjórn borgarinnar að sjá til þess að þeir íbúar, sem koma til með að kaupa nýjar íbúðir í nýju hverfi sem er að rísa í borginni, verði varaðir við þeim hávaða sem mun fylgja því að búa á þeim stað.

Um er að ræða svæði nálægt miðbænum sem áður var herstöð bandaríska flughersins í seinni heimstyrjöldinni en nú stendur til að reisa þar 855 nýjar íbúðir.

Svæðið, sem nefnist Bulimba Barracks, er hinsvegar undir nýrri aðflugsleið að Brisbane-flugvellinum og segir stjórn flugvallarins að hávaði frá flugvélum geti náð 70 desibilum sem mun án efa valda óþægindum fyrir þá íbúa sem stefna á að kaupa íbúðir í þessu nýja hverfi.

Stjórn Brisbane-flugvallarins hefur skrifað erindi til borgarinnar þar sem hvatt er til þess að íbúum verði gert grein fyrir hávaðamenguninni þeirra vegna og einnig til þess að takmarka þær kvartanir sem flugvellinum gæti borist í framtíðinni.

„Hávaðalíkan sem gert hefur verið fyrir Brisbane-flugvöll sýnir að allt Bulimba Barracks svæðið fellur inn í 60 desibila hávaðasvæðisins sem þýðir að þær flugvélar sem fljúga þarna yfir munu allavega framkalla hávaða sem þessu nemur og sumar flugvélar munu án efa ná 70 desibilum“, segir talsmaður Brisbane Airport Corporation.

Nýja hverfið má sjá fyrir miðju við árbakkann og Brisbane-flugvöllur sést í fjarska hinumegin við ánna

Flugvöllurinn segist hafa töluverðar áhyggjur af þessu vandamáli þar sem hávaði frá flugvélum sé mestur á þessu svæði og hvetur verktaka og hönnuði að gera ráð fyrir að viðeigandi hávaðaeinangrun sé notuð þegar framkvæmdir hefjast á íbúðunum.

Fram kemur í erindi frá flugvellinum að ef þetta vandamál verði ekki tekið með í reikninginn við framkvæmdir á íbúðunum gæti það orsakað neikvæð áhrif með skertum lífsskilyrðum og deilum sem myndu valda þess að skerða þurfi flugvallarstarfseminu.

Úr 15 kvörtunum á mánuði upp í 300 eftir að ný flugbraut var tekin í notkun

Adam Allan, skipulagsfulltrúi hjá borgarstjórn Brisbane, segir að verktakar og skipuleggjendur nýja hverfisins séu að taka með í reikninginn hávaðamengun og sé verið að meta þessi atriði.

Nýja hverfið verður staðsett beint undir aðfluginu að nýju flugbrautinni sem var tekin í notkun árið 2020

Nýja aðflugslínan að flugvellinum er tilkomin eftir að Brisbane-flugvöllur tók í notkun nýja flugbraut árið 2020 og eru báðar flugbrautirnar notaðar samtímis en um leið og brautin opnaði jókst fjöldi kvartanna frá íbúum upp úr öllu valdi og sérstaklega frá þeim sem búa í hverfinum Bulimba, Hawthorne, Hamilton, Balmoral og Ascot.

Fram kemur að áður en nýja flugbrautin var tekin í notkun bárust um 15 kvartanir vegna hávaða á mánuði en eftir að brautin var tekin í notkun í júlí í fyrra voru kvartanirnar orðnar um 110 talsins á mánuði og 300 talsins þegar mest var í ágúst.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga