flugfréttir

Húðun sem líkir eftir hákarlahreistri notuð til að minnka drag

- SWISS mun fá klæðningu frá Aeroshark á 12 Boeing 777-300ER þotur

24. febrúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 14:26

Nýja húðunin frá Aeroshark verður sett á tólf Boeing 777-300ER þotur hjá svissneska flugfélaginu SWISS International Air Lines

Svissneska flugfélagið SWISS International Air Lines ætlar að setja nýja tegund af klæðningu á nokkrar af þeim þotum sem félagið notar til langflugs en um er að ræða klæðningu með yfirlagi sem er ætlað að minnka yfirborðsdrag með minna viðnámi.

Með því verður bæði hægt að draga úr eldsneytisnotkun og kolefnaútblæstri í leiðinni en klæðningin er ný tækni þar sem notuð er filma eða húðun sem kallast „Aeroshark“.

Það er viðhaldsfyrirtækið Lufthansa Technik sem hefur unnið að þróun á Aeroshark-tækninni í samstarfi við þýska fyrirtækið BASF og verður húðunin sett á klæðningu á skrokk á tólf Boeing 777-300ER þotum frá flugfélaginu svissneska.

„Að draga úr kolefnaútblæstri er ein mesta áskorun sem flugiðnaðurinn stendur frammi fyrir þar sem stefnan er að gera flugið kolaefnalaust fyrir árið 2050“, segir Dieter Vranckx, framkvæmdarstjóri SWISS International Air Lines, sem tekur fram að farþegaþotur félagsins verða þær fyrstu til að fá þessa nýju tækni frá Aeroshark.

Aeroshark er samvinnuverkefni á milli Lufthansa Technik og þýska fyrirtækisins BASF

Húðunin kemur með agnarsmáum hreistrum sem skipta milljónum sem eru um 50 míkrómetrar á dýpt og líkja eftir skinni á hákörlum en með því munu hreistrin draga úr viðnámi og loftviðmótsstöðu.

Hver flugvél mun þurfa um 950 fermetra af húðun sem er sett á skrokkinn á hverri Boeing 777-300ER þotu sem mun gangast undir breytinguna og er talið að með þessu muni sparast um 6 milljónir lítrar af eldsneyti á hverju ári og 15.200 tonn af kolefnaútblæstri árlega sem jafngildir 87 flugferðum á milli Zurich og Mumbai.  fréttir af handahófi

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

Boeing 737-800 aftur í notkun hjá China Eastern Airlines

19. apríl 2022

|

Kínverska flugfélagið China Eastern Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737-800 þotunum en flugfélagið kyrrsetti þær allar í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 21. mars eftir að e

Flugumferðin í Evrópu nálgast það sem var fyrir COVID-19

6. apríl 2022

|

Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl