flugfréttir
Stærsta flugvél heims eyðilögð í innrás Rússa á Antonov-flugvöll
- Antonov An-225 „Mriya“ eyðilögð í bruna í flugskýli sínu í Úkraínu

Antonov An-225 er stærsta flugvél heims
Rússneski herinn er sagður hafa eyðilagt stærstu fraktflugvél heims, hina úkraínsku Antonov An-225 Mriya, í innrásinni í Úkraínu.
Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, staðfestir þetta og kemur fram að herlið Rússa hafi eyðilagt
flugvélina í innrás á Antonov-flugvellinum í bænum Hostomel í Úkraínu.
Antonov-flugvöllurinn er í eigu Antonov flugvélaframleiðandans sem er dótturfyrirtæki
Antonov Airlines sem starfrækti An-225 flugvélina sem hefur verið notuð til þess
að taka að sér sérhæft fraktflugsverkefni er kemur að flytja stóra frakt á milli heimsálfa.
„Þetta var stærsta flugvél í heimi. Þótt að þeir hafi eyðilagt „Mriya“ þá munu þeir
aldrei ná að eyðileggja draum okkar um að vera öflugt, sterkt og frjálst
Evrópuland. Við munum sigra“, skrifar utanríkisráðherrann á Twitter.
Antonov An-225 var sex hreyfla risaflugvél sem var smíðuð á tímum kalda stríðsins af úkraínska flugvélaframleiðandanum Antonov Design Bureau
en aðeins eitt eintak er til af þessari vél sem hefur meðal annars haft nokkrum sinnum viðkomu á Keflavíkurflugvallar í gegnum tíðina til þess
að taka eldsneyti á leið sinni yfir hafið.
Á Twitter-reikningnum OSINT_Canada hafa verið birtar gervitunglamyndir sem sýna
flugskýli í ljósum logum sem borið er sama við mynd af Google og kemur fram
að hægt sé að staðfesta að um sama flugskýli sé að ræða sem notað var til þess að geyma
Antonov An-225 flugvélina og þar að auki er beint á að á myndinni sjáist í stélið
á flugvélinni.
Gervitunglamynd sem birt hefur verið sem sýnir Antonov An-225 „Mriya“ flugvélina inni í flugskýli eftir árás Rússa
Satellite imagery matches the paneling type of the hanger, and ground level photos match the open back and from the of hanger. I believe we can confirm the #An225 has been destroyed pic.twitter.com/uStFnD5IWb
— OSINT_Canada (@canada_osint) February 27, 2022


5. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines ætlar að selja tvær Airbus A350-900 breiðþotur en báðar þoturnar hafa verið mjög lítið notaðar og þeim aðeins flogið átta sinnum í áætlunarflugi frá því þær voru

11. apríl 2022
|
Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

6. apríl 2022
|
Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm