flugfréttir

ESB lokar lofthelginni yfir Evrópu fyrir Rússum

- Öllum rússneskum flugvélum bannað að fljúga yfir Evrópu

27. febrúar 2022

|

Frétt skrifuð kl. 22:17

Evrópusambandið hefur lokað fyrir flugumferð á vegum allra flugvéla frá Rússlandi sem fá því ekki að fljúga gegnum evrópska lofthelgi

Evrópusambandið hefur fyrirskipað lokun á lofthelginni fyrir Rússum en Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarnefndar Evrópusambandsins, fyrirskipaði aðgerðir gegn Rússlandi þar sem fram kemur að rússneskum flugfélögum og rússneskum flugvélum verður meinaður aðgangur að lofthelginni yfir Evrópu.

„Þar sem að stríðið í Úkraínu heldur áfram og Úkraínumenn berjast með miklu hugrekki fyrir landið sitt þá hefur Evrópusambandið ákveðið að styðja Úkraínu enn frekar með viðskiptahöftum á hendur árásarmannanna sem er Pútin og hans menn“, segir von der Leyen.

„Við ætlum að loka lofthelginni yfir Evrópu fyrir Rússunum. Við leggjum til allsherjarbann við allri flugumferð er kemur að flugvélum sem eru skráðar í Rússlandi eða eru að fljúga á vegum Rússlands og munu þessar flugvélar ekki fá að lenda eða hefja sig til flugs innan landa ESB“, segir í yfirlýsingunni.

„Ég ætla að vera mjög skýrmælt. Lofthelgin okkar verður lokuð fyrir öllum flugvélum sem tengjast Rússlandi og það á einnig við einkaflugvélar“.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarnefndar Evrópusambandsins

Bretland var meðal fyrstu landa til þess að loka sinni lofthelgi fyrir rússneskum flugvélum og hefur flugfélaginu Aeroflot til að mynda verið bannað að fljúga meira til Bretlands og þá hefur Kanada einnig lýst yfir banni við flugferðum á vegum rússneskra flugvéla í sinni lofthelgi.

Strax fyrir helgi voru nokkur Evrópulönd þegar búin að loka fyrir flugumferð á vegum rússneskra flugvéla og má þar á meðal nefna Tékkland, Slóvenía, Pólland, Búlgaría, Rúmenía, Malta, Eistland, Lettland og Litháen.

Í dag bættist Írland við og þá hafa yfirvöld á Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og í Austurríki einnig ákveðið að loka fyrir flugumferð Rússa auk Norðurlanda á borð við Danmörku og Finnlands.  fréttir af handahófi

Upp úr slitnaði í viðræðum milli SAS og flugmanna

1. apríl 2022

|

Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

Panta yfir 50 þotur af gerðinni Airbus A350, A321XLR og A220

2. maí 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega ýtt úr vör áætluninni Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku með nýjustu brei

Telja líklegt að Boeing muni fresta 777X fram til ársins 2025

25. apríl 2022

|

Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl