flugfréttir
Airbus ætlar ekki að greiða Qatar Airways skaðabætur
- Dómsmál í deilum Airbus og Qatar Airways vindur upp á sig

Farþegaþotur frá Qatar Airways á flugvellinum í Doha í Qatar
Airbus hefur gefið skýrt fram við réttarhöld að flugvélaframleiðandinn ætlar ekki greiða neinar skaðabætur til Qatar Airways vegna máls sem flugfélagið hefur höfðað gegn framleiðandanum.
Airbus og Qatar Airways hafa átt í hörðum deilum og málaferlum eftir að Qatar Airways
kvartaði undan því að málningin á búknum á 22 nýjum Airbus A350 þotum var farin
að flagna af.
Airbus hefur farið fram á réttarvörn í málinu og sakar Qatar Airways um að brjóta
þá samninga sem flugfélagið hafði gert við Airbus þar sem fram kemur að flugfélagið
hafi ekki tekið við tveimur nýjum Airbus A350-1000 þotum og neitað að greiða
fyrir þoturnar.
Airbus fer fram á tæpa 28 milljarða króna í skaðabætur vegna A350-1000 flugvélanna
tveggja sem Qatar Airways hefur ekki vitjað sem til stóð að afhenda í desember
í fyrra.
Airbus og flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hafa hinsvegar framkvæmt greiningu
þar sem fram kemur að sambærilegir gallar hafa ekki fundist á yfirlagi og málningarvinnu
á öðrum Airbus A350 þotum hjá öðrum flugfélögum þrátt fyrir að vitað sé um
minniháttar annmarka og ekki hefur verið nauðsyn að hafa áhyggjur
af lofthæfni þeirra flugvéla.
Airbus og EASA telja að flugmálayfirvöld í Katar hafi ekki fengið allar upplýsingarnar í hendur
varðandi vandamálið hjá Qatar Airways og flugmálayfirvöld þar í landi hafi því ákveðið að bregðast
við með því að kyrrsetja þoturnar að ósk Qatar Airways án þess að kynna sér málið betur.
Qatar Airways hefur verið mjög erfiður viðskiptavinur fyrir Airbus sl. misseri og telur
Airbus það stafa af erfiðleikum sem flugfélagið þurfti að eiga við eftir
að nágrannalöndin á Arabíuskaganum lokuðu lofthelgi sinni fyrir Qatar Airways árið 2017
sem varð til þess að félagið þurfti að taka á sig miklar krókaleiðir til og frá Doha í 3 ár
með tilheyrandi eldsneytiskostnaði sem olli því að fjárhagsstaða félagsins versnaði til muna.
Airbus hefur gert dómstólum grein fyrir því að framleiðandinn mun ekki greiða
Qatar Airways neinar skaðabætur í ljósi þess að aðrar Airbus A350 þotur hafa flogið
meðal annarra flugfélaga án neinna vandamála.
Airbus tekur fram að framleiðandinn sé reiðubúinn í að vera Qatar Airways innan handar
til þess að finna lausn á vandamálinu með raunhæfum leiðum en ætlar hinsvegar að verja
orðstýr og sinn hag alla leið fyrir dómstólum áfram.
„Það er nauðsynlegt að taka fram að hvorki Qatar Airways né lögfræðingar okkar
hafa fundið fyrir neinum vilja hjá Airbus að finna lausn á þessu með viðunandi hætti“, segir
í yfirlýsingu frá Qatar Airways og er tekið fram að flugfélagið ætli að halda áfram
með málið fyrir rétti.


6. apríl 2022
|
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

25. apríl 2022
|
Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm