flugfréttir

IATA: Farþegafjöldinn mun rjúfa 2019-múrinn árið 2024

- Ómíkron ekki haft áhrif og ólíklegt að ástandið í Úkraínu muni hafa áhrif

1. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 19:55

Talið er að árið 2024 muni fleira ferðast með flugi í heiminum samanborið við árið 2019 áður en heimsfaraldurinn skall á

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) segja að ómíkron-afbrigðið af kórónaveirunni hafi ekki náð að hafa áhrif á bataferlið í flugheiminum og heldur aukningin á bókunum á flugi meðal flugfélaganna áfram. Því er spáð að á næsta ári verð farþegafjöldinn í heiminum komin mjög nálægt þeim fjölda sem ferðuðust í flugi fyrir heimsfaraldurinn.

„Það er ennþá einhver bið eftir því að flugið nái aftur venjulegu árferði en eins og tölurnar líta út núna þá er alveg ástæða til að líta björgum augum á framhaldið“, sagði Willie Walsh, yfirmaður IATA, í dag er hann greindi frá stöðunni í fluginu.

IATA varar hinsvegar við því að núverandi horfur taka ekki með í reikninginn innrásina í Úkraínu og gæti það mögulega haft einhver áhrif sem fer eftir því hver framvinan verður.

„Í raun og veru er ólíklegt að ástandið í Úkraínu eigi eftir að hafa nein langvarandi áhrif á farþegaflug. Það er þó ennþá erfitt að spá til um hverjar skammtíma afleiðingarnar eiga eftir að verða fyrir flugið en það er augljóst að það er alltaf einhver hætta þegar deilur, óeirðir eða stríð geisa á einhverjum mörkuðum“, segir IATA.

Farþegar á Heathrow-flugvellinum í London í Bretlandi

Helstu áhrifin vegna ástandsins í Úkraínu að mati IATA eru viðskiptaþvinganir sem bitnar þá aðallega á Rússum, áhrif af lokunum á lofthelgi sem bitnar á evrópskum flugfélögum og flugfélögum þeirra landa sem eru komin á bannlista í Rússlandi og rússneskum flugfélögum sem fá ekki að fljúga inn í evrópska lofthelgi.

Fram kemur að Rússland var 11. stærsti markaðurinn í fluginu fyrir heimsfaraldurinn á meðan Úkraína var númer 48 á listanum yfir stærstu markaði.

Á þessu ári munu 83 prósent ferðast með flugi af þeim sem flugu árið 2019

IATA spáir því að um 4 milljarðar farþega eigi eftir að ferðast með flugi árið 2024 sem verður 103% af þeim farþegafjölda sem ferðaðist með flugi árið 2019 en í ár er því spáð að farþegafjöldinn muni ná 83 prósent af farþegafjöldanum árið 2019 og 94% árið 2023.

Alþjóðasamtök flugfélaganna segja að ómíkron-afbrigðið hafi ekki haft neinar breytingar á spár um farþegafjöldann á næstu árum og eru nýjustu spár aðeins bjartari en þær eldri sem endurspeglast í hraðara bataferli í fluginu í Norður-Ameríku og í Evrópu.  fréttir af handahófi

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga

Fraktþota frá DHL fór út af braut í lendingu á Kosta Ríka

7. apríl 2021

|

Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl