flugfréttir

Aeroflot fellir niður allt millilandaflug

- Minsk í Hvíta-Rússlandi verður eini áfangstaðurinn utan Rússlands

6. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 18:09

Airbus A320neo þota frá Aeroflot á flugvellinum í rússnesku borginni Irkutsk

Rússneska flugfélagið Aeroflot hefur ákveðið að fella niður allt millilandaflug frá og með 8. mars næstkomandi að undanskildnu áætlunarflugi til Hvíta-Rússlands.

Þá munu dótturfélög Aeroflot, Rossiya Airlines og Aurora Airlines, einnig fella niður allt áætlunarflug til annarra landa en í yfirlýsingu frá Aeroflot segir að ástæðan sé tilkomin vegna „nýrra aðstæðna sem hafa áhrif á starfsemi flugfélaganna“.

Aeroflot segir að flugfélagið muni halda áfram að halda uppi áætlunarflugi innan Rússlands en einhverjar undanteknar verða gerðar á flugi til nokkurra áfangastaða syðst í Rússlandi. Eftir 8. mars verður Minsk í Hvíta-Rússlandi eini áfangastaður félagsins í millilandaflugi.

Þá tilkynnti rússneska flugfélagið S7 Airlines einnig um að félagið muni leggja niður allt millilandaflug og hætti félagið í gær að fljúga til annarra landa utan Rússlands.

Bæði S7 Airlines og Aeroflot höfðu hægt og bítandi dregið saman seglin og fellt niður áætlunarflug í millilandaflugi frá 24. febrúar þegar innrásin í Úkraínu hófst.

Þá hafði ferðafyrirtækið Sabre Corporation, sem sér um alþjóðlega dreifingu á flugfargjöldum og bókunum á flugi, slitið öllum viðskiptum við sölu á farmiðum fyrir Aeroflot þann 3. mars síðastliðinn sem þýðir að ferðaskrifstofur um allan heim geta ekki lengur boðið upp á að farþegar geti bókað flug með Aeroflot í gegnum kerfið þeirra.  fréttir af handahófi

A220 þotan í söluferðalagi um Suður-Ameríku

11. apríl 2022

|

Airbus reynir nú að markaðssetja Airbus A220 þotuna í Suður-Ameríku og hefur ein slík þota, í litum SWISS International Air Lines, verið send til Suður-Ameríku þar sem hún mun túra um álfuna í 3 viku

Farþegafjöldinn á KEF að nálgast það sama og var fyrir COVID-19

3. maí 2022

|

Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn samdrátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþeg

ITA Airways semur um leigu á 12 Airbus-þotum frá AerCap

1. apríl 2022

|

Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur náð samkomulagi við írsku flugvélaleiguna AerCap um leigu á tólf Airbus-þotum, 10 þotum úr A320neo fjölskyldunni og tveimur breiðþotum af gerðinni Airbus A330neo

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl