flugfréttir
Færri pantanir í breiðþotur en fleiri í minni þotur

Frá verksmiðjum Airbus í Toulouse
Airbus hefur fengið færri pantanir í nýjar breiðþotur frá áramótum og héldu þær áfram að dvína í febrúar en á móti kemur þá varð fjölgun á pöntunum í minni þotur og sérstaklega í Airbus A220 þotuna.
Airbus hefur afskrifað pantanir í tuttugu breiðþotur af gerðinni Airbus A330-900 sem tilheyrðu
óþekktum viðskiptavini og þá hefur Singapore Airlines hætt við tvær af þeim A350-900
þotum sem félagið hafði pantað og þá hefur Kuwait Airways hætt við þrjár
Airbus A350-900 þotur.
Þrátt fyrir þetta þá hefur Kuwait Airways lagt inn nýja pöntun í þrjár Airbus A330neo breiðþotur
af gerðinni A330-900 og þá pantaði Singapore Airlines nýlega sjö Airbus A350 fraktþotur.
Í dag er heildarfjöldi þeirra Airbus A350 þotna, sem pantaðar hafa verið, komin í 917
þotur en pantanir í Airbus A330neo fækkar um sautján niður í 336 þotur.
Annað er upp á teningnum er kemur að minni þotum en á dögunum pantaði jetBlue Airways
50 þotur af gerðinni Airbus A220 og þá hefur flugfélagið Jazeera Airways í Kúvæt
pantað 28 þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni og ónefndur viðskiptavinur hefur pantað
tuttugu Airbus A321neo þotur.
Þá hafa komið inn á borð til Airbus pantanir í samtals fimm A320neo þotur frá Aer Lingus
og Kuwait Airways.
Frá áramótum hefur Airbus fengið pantanir í 149 þotur í það heila en á móti kemur að hætt hefur verið við 50 þotur af gerðinni A321neo vegna deilna við flugfélagið Qatar Airways.


6. apríl 2022
|
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

22. apríl 2022
|
Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong hefur færst skrefi nær því að taka í notkun þriðju flugbraut vallarins.

19. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið China Eastern Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737-800 þotunum en flugfélagið kyrrsetti þær allar í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 21. mars eftir að e

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm