flugfréttir
Hætta flugi til 29 borga vegna skorts á flugmönnum

Farþegaþota frá United Express
Bandaríska flugfélagið SkyWest Airlines ætlar að fella niður flug til 29 borga í Bandaríkjunum á næstu mánuðum þar sem að skortur er á flugmönnum til að fljúga flugvélum félagsins.
SkyWest Airlines, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Utah, sendi í gær yfirlýsingu til
samgönguráðuneytis Bandaríkjanna þar sem fram kemur að félagið stefnir á að leggja
niður áætlunarflug til 29 borga þann 10. júní næstkomandi og jafnvel fyrr.
Allir áfangastaðarnir eru á lista yfir verkefni á vegum stjórnvalda sem lútar að
flugleiðum sem nauðsynlegt er að halda uppi til þess að þjónustu tiltekin svæði
með samgöngum og flutningu á varningi.
Verkefnið nefnist „Essential Air Service“ (EAS) og var því hrint úr vör á áttunda
áratug síðustu aldar og hefur það tryggt að yfir 200 samfélög víðsvegar um Bandaríkin
njóti lágmarks þjónustu er kemur að flugsamgöngum.
„Þótt að Skywest Airlines væri til í að halda áfram að bjóða upp á flug til þessara svæða
þá hefur flugmannaskorturinn í Bandaríkjunum verið mjög krefjandi fyrir flugiðnaðinn
og kemur það í veg fyrir að við getum haldið áfram“, segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu til samgönguráðuneytisins.
Í yfirlýsingu segir flugfélagið einnig að SkyWest sé reiðubúið að finna lausn á þessu vandamáli
og geti félagið brugðist við með sveigjanleika ef lausn finnst.
SkyWest annast áætlunarflug fyrir hönd nokkurra flugfélag í Bandaríkjunum og þar á meðal
eru United Airlines, American Airlines, Alaska Airlines og Delta Air Lines en félagið hefur
yfir 500 flugvélar í flotanum af gerðinni Embraer 175 og Bombardier CRJ200, CRJ700
og CRJ900.
Allar borgirnar sem SkyWest mun hætta að fljúga til eru í leiðarkerfi United Airlines
en borgirnar eru:
Alamosa, CO
Pueblo, CO
Fort Dodge, IA
Mason City, IA
Sioux City, IA
Dodge City, KS
Hays, KS
Liberal, KS
Salina, KS
Paducah, KY
Decatur, IL
Houghton, MI
Muskegon, MI
Cape Girardeau, MO
Fort Leonard Wood, MO
Joplin, MO
Meridian, MS
Hattiesburg, MS
Devils Lake, ND
Jamestown, ND
Kearney, NE
North Platte, NE
Scottsbluff, NE
Johnstown, PA
Victoria, TX
Shenandoah, VA
Eau Claire, WI
Clarksburg, WV
Lewisburg, WV


14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

27. apríl 2022
|
Franskir flugslysasérfræðingar, sem hafa birt nýja skýrslu, telja að flugslys sem átti sér stað árið 2016 er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá egypska flugfélaginu EgyptAir fórst yfir Miðjarðar

20. maí 2022
|
Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) hefur staðfest pöntun í allt að 150 farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm