flugfréttir

Comair svipt flugrekstarleyfinu af öryggisástæðum

13. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:20

Boeing 737-800 þota frá Comair á flugvellinum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku

Suður-afríska flugfélagið Comair hefur aflýst öllu flugi eftir að flugmálayfirvöld í Suður-Afríku sviptu félaginu flugrekstarleyfinu sína ótímabundið.

Comair hefur flogið flugvélum sínum í innanlandsflugi og í flugi til nágrannalanda Suður-Afríku en vélarnar koma í sömu litum og British Airways vegna samstarfs við flugfélagið breska auk þess sem félagið starfrækir lágfargjaldafélagið Kulula.com.

Flugmálayfirvöld sviptu félaginu flugrekstarleyfinu í gær að varúðarráðstöfunum til að byrja með en í dag var tilkynnt að um varanlega sviptingu væri að ræða eins og staðan er í dag.

Ástæðan er sögð vera vegna annmaka og ófullnægjandi atriða er starfsmenn á vegum flugmálayfirvalda heimsóttu höfuðstöðvar Comair í kjölfar nokkurra atvika sem hafa komið upp sem hafa orðið til þess að félagið þurfti að aflýsa nokkrum flugferðum bæði hjá Comair og Kulula.com á dögunum.

Atvikin sem um ræðir eru tilfelli þar sem upp komu bilanir í hreyflum, atvik þar sem vandræði voru með hjólabúnað auk fleiri tilfella. Flugmálayfirvöld segja að skráð hafi verið þrjú atvik sem flokkast sem „Level 1“ sem eru alvarlegustu tilfellin og er þá um að ræða skráningu sem varðar mjög alvarleg atvik sem ógna öryggis í flugi og í slíkum tilvikum þurfa flugmálayfirvöld að grípa tafarlaust í taumana.

Glenn Orsmond, framkvæmdarstjóri Comair, segir að félagið hafi unnið náið með flugmálayfirvöldum og hafi reynt að gera allt um helgina til þess að koma í veg fyrir stöðvun. „Þetta er mikill skellur fyrir okkar viðskiptavini og starfsmenn“, segir Orsmond meðal annars í fréttatilkynningu.

Flugmálayfirvöld í landinu segja að þau muni sjá til þess að starfsemi Comair geti hafist eins fljótt og hægt er um leið og búið er að lagfæra þau atriði sem þarf að laga.

Þá kemur fram í yfirlýsingu frá suður-afrískum flugmálayfirvöldum að það sé stefna yfirvalda að viðhalda flugöryggi með ströngustu kröfum og er tekið fram að ekki hafi orðið mannskætt flugslys í Suður-Afríku í meira en 30 ár.  fréttir af handahófi

Flugumferðin í Evrópu nálgast það sem var fyrir COVID-19

6. apríl 2022

|

Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

Rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega á markað árið 2030

12. maí 2022

|

Hollenska fyrirtækið Venturi Aviation er staðráðið í að koma með á markað rafmagnsflugvél sem tekur 44 farþega fyrir árið 2030.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl