flugfréttir
Hafa áhyggjur af skorti á títaníumi sem kemur frá Rússum
- Embraer á birgðir allavega til næstu tveggja ára

Frá verksmiðjum Embraer í Brasilíu
Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer segist eiga nægar birgðir af títaníumi til þess að komast í gegnum áhrifin vegna innrásar Rússa í Úkraínu til skemmri tíma.
Innrásin veldur samt Embraer töluverðum áhyggjum til lengri tíma litið þar sem að títaníumið, sem Embraer notar
við smíði nýrra flugvéla, kemur frá Rússlandi.
Antonio Carlos Garcia, varaforstjóri Embraer, segir að títaníum sé það efni sem framleiðandinn hefur mestar áhyggjur
af en eins og staðan er í dag hafa verksmiðjurnar birgðir til tveggja ára.
Embraer er einn af þeim flugvélaframleiðendum sem hafa reitt sig alfarið á Rússa er kemur að títaníumi
en þriðjungur af því títaníumi sem Boeing notar kemur frá Rússlandi og um helmingur af því sem Airbus notar.
Mestmegnið af títaníuminu er notað í íhluti í skrokk flugvéla og þá hafa Rússar einnig útvegað títaníum sem notað
er í framleiðslu á hjólabúnaði flugvéla.


13. apríl 2022
|
Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að öll bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eru nú í fullri notkun.

25. apríl 2022
|
Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm