flugfréttir

Rússar gætu bannað flugfélögum í landinu að skila flugvélum

- Mikill ótti meðal flugvéluleigufyrirtækja og tryggingarfélaga með framhaldið

14. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Um 780 flugvélar í flota rússneskra flugfélaga eru teknar á leigu frá flugvélaleigum

Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð vera að gera drög að reglugerð sem gæti þýtt að rússneskum flugrekendur og flugfélögum verði bannað að skila flugvélum sínum til eigenda sinna sem í langflestum tilvikum eru erlendar flugvélaleigur í vestrænum löndum.

Talið er að verðmæti þeirra leigusamninga sem rússnesk flugfélög hafa gert við flugvélaleigufyrirtæki nemi yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljörðum króna en með þessu eru rússnesk stjórnvöld að svara vestrænum löndum í sömu mynt er varðar þær viðskiptaþvinganir sem hafa verið settar á Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Fram kemur að ef vestrænt leigufyrirtæki ætlar sér að slíta eða hætta við að framlengja leigusamningi gæti verið gripið til þess ráðs að kyrrsetja viðkomandi flugvél í Rússlandi og komið í veg fyrir að henni verður flogið úr landi.

Frá því að innrásin í Úkraínu hófst þann 24. febrúar sl. þá hefur gengi rússnesku rúbblunnar hríðfallið en flugvélaleigusamningar eru í flestum tilvikum metnir í Bandaríkjadölum.

Ef samningi er rift þá lútar það reglum Höfðaborgarsáttmálans þar sem tilgreint er að flugfélög verði að skila flugvélum til baka án þess að pólitík og deilur hafi áhrif.

„Höfðaborgarsáttmálinn ætti að taka á þessu þar sem þessir samningar tilheyra honum og á hann að tryggja tafarlausa endurkomu flugvéla í hendur eigenda. Það sem Rússar eru að leggja til er að öllum samningum verði rift og flugvélarnar verði áfram í Rússlandi“, segir Eddy Pieniazek, yfirmaður yfir greiningardeild hjá flugráðgjafarfyrirtækinu Ishka í Bretlandi.

Margir bankar, tryggingarfyrirtæki og flugvélaleigur óttast mjög hver áhrifin eigi eftir að verða þar sem hundruði flugvéla í eigu leigufyrirtækja eru í flota rússneskra flugfélaga og óvíst er hvor þeim verði skilað til baka ef rússnesk stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir það.

Um 515 flugvélar í Rússlandi eru í eigu alþjóðlegra leigufyrirtækja

Þá eru tryggingarfélög, sem tryggja flugvélar, með miklar áhyggjur yfir hvað þetta þýðir er kemur að því að greiða tryggingar til flugvélaleiga þar sem stríðsástand væri orsökin fyrir því að flugvél væri glötuð og óttast tryggingarfélög að þau gætu fengið yfir sig holskeflu af tryggingarmálum sem mörg myndu enda fyrir dómi.

Einnig kemur fram að margar flugvélaleigur eru með miklar áhyggjur yfir því ef tryggingarfélög fella niður tryggingar til þess að tryggja sig frá því að greiða út tjón á flugvél sem staðsett er í landi þar sem óvissa ríkir um hvað verður um flugvélina.

Fram kemur að í dag eru um 780 flugvélar í flota rússneskra flugfélaga sem eru í eigu flugvélaleigufyrirtækja og þar af eru um 515 sem teknar eru á leigu hjá alþjóðlegum flugvélaleigum.

Sú flugvélaleiga sem á flestar þessara flugvéla er írska flugvélaleigan AerCap en fyrirtækið á 152 flugvélar sem hafa verið leigðar til rússneskra flugfélaga sem nemur um 5% þeirra flugvéla sem fyrirtækið á og leigir út um allan heim.  fréttir af handahófi

Fá fyrstu E-þotuna sem breytt hefur verið yfir í fraktþotu

9. maí 2022

|

Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

Panta yfir 50 þotur af gerðinni Airbus A350, A321XLR og A220

2. maí 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega ýtt úr vör áætluninni Project Sunrise sem er framtíðarstefna Qantas í að bjóða upp á beint flug frá Ástralíu til Evrópu og Norður-Ameríku með nýjustu brei

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl