flugfréttir

Rússar gætu bannað flugfélögum í landinu að skila flugvélum

- Mikill ótti meðal flugvéluleigufyrirtækja og tryggingarfélaga með framhaldið

14. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Um 780 flugvélar í flota rússneskra flugfélaga eru teknar á leigu frá flugvélaleigum

Stjórnvöld í Rússlandi eru sögð vera að gera drög að reglugerð sem gæti þýtt að rússneskum flugrekendur og flugfélögum verði bannað að skila flugvélum sínum til eigenda sinna sem í langflestum tilvikum eru erlendar flugvélaleigur í vestrænum löndum.

Talið er að verðmæti þeirra leigusamninga sem rússnesk flugfélög hafa gert við flugvélaleigufyrirtæki nemi yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljörðum króna en með þessu eru rússnesk stjórnvöld að svara vestrænum löndum í sömu mynt er varðar þær viðskiptaþvinganir sem hafa verið settar á Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Fram kemur að ef vestrænt leigufyrirtæki ætlar sér að slíta eða hætta við að framlengja leigusamningi gæti verið gripið til þess ráðs að kyrrsetja viðkomandi flugvél í Rússlandi og komið í veg fyrir að henni verður flogið úr landi.

Frá því að innrásin í Úkraínu hófst þann 24. febrúar sl. þá hefur gengi rússnesku rúbblunnar hríðfallið en flugvélaleigusamningar eru í flestum tilvikum metnir í Bandaríkjadölum.

Ef samningi er rift þá lútar það reglum Höfðaborgarsáttmálans þar sem tilgreint er að flugfélög verði að skila flugvélum til baka án þess að pólitík og deilur hafi áhrif.

„Höfðaborgarsáttmálinn ætti að taka á þessu þar sem þessir samningar tilheyra honum og á hann að tryggja tafarlausa endurkomu flugvéla í hendur eigenda. Það sem Rússar eru að leggja til er að öllum samningum verði rift og flugvélarnar verði áfram í Rússlandi“, segir Eddy Pieniazek, yfirmaður yfir greiningardeild hjá flugráðgjafarfyrirtækinu Ishka í Bretlandi.

Margir bankar, tryggingarfyrirtæki og flugvélaleigur óttast mjög hver áhrifin eigi eftir að verða þar sem hundruði flugvéla í eigu leigufyrirtækja eru í flota rússneskra flugfélaga og óvíst er hvor þeim verði skilað til baka ef rússnesk stjórnvöld ætla að koma í veg fyrir það.

Um 515 flugvélar í Rússlandi eru í eigu alþjóðlegra leigufyrirtækja

Þá eru tryggingarfélög, sem tryggja flugvélar, með miklar áhyggjur yfir hvað þetta þýðir er kemur að því að greiða tryggingar til flugvélaleiga þar sem stríðsástand væri orsökin fyrir því að flugvél væri glötuð og óttast tryggingarfélög að þau gætu fengið yfir sig holskeflu af tryggingarmálum sem mörg myndu enda fyrir dómi.

Einnig kemur fram að margar flugvélaleigur eru með miklar áhyggjur yfir því ef tryggingarfélög fella niður tryggingar til þess að tryggja sig frá því að greiða út tjón á flugvél sem staðsett er í landi þar sem óvissa ríkir um hvað verður um flugvélina.

Fram kemur að í dag eru um 780 flugvélar í flota rússneskra flugfélaga sem eru í eigu flugvélaleigufyrirtækja og þar af eru um 515 sem teknar eru á leigu hjá alþjóðlegum flugvélaleigum.

Sú flugvélaleiga sem á flestar þessara flugvéla er írska flugvélaleigan AerCap en fyrirtækið á 152 flugvélar sem hafa verið leigðar til rússneskra flugfélaga sem nemur um 5% þeirra flugvéla sem fyrirtækið á og leigir út um allan heim.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga