flugfréttir
Rússar gera loftárás á Antonov flugvélaverksmiðjurnar
- Sagt að verksmiðjurnar hafi orðið fyrir miklum skemmdum

Skjáskot af myndbandi á Twitter af reykjarmekki sem stígur til himins frá Antonov-verksmiðjunum
Rússneskt herlið hefur gert árás á Antonov flugvélaverksmiðjurnar (Antonov Aircraft Serial Production Plant) í Kænugarði en að sögn úkraínska þingsins voru gerðar loftárásir á tvö háhýsi á nágrenninu auk þess sem loftárás var gerð á verksmiðjurnar á sama tíma.
Að minnsta kosti eru tveir látnir eftir árásina á Antonov-verksmiðjurnar og þá lést einn eftir árásina á háhýsin í grendinni.
Fram kemur að tilkynnt hafi verið um nokkrar spreningar sem heyrðust koma frá Antonov-verksmiðjunum og lagði
stóran reykjarmökk til himins. Haft eftir heimildarmönnum á staðnum að tjónið sé mjög mikið.
Óklárað eintak af Antonov An-225 „Mriya“, stærstu vöruflutningaþotu heims, er staðsett í flugskýli
í Antonov-verksmiðjunum en engar fréttir hafa borist af því hvort hún hafði eyðilaggst. Eina þotan sem til var af þeirri gerð eyðilagðist í árás Rússa á Antonov-flugvöllinn í bænum Hostomel í lok febrúar.
Antonov-verksmiðjurnar eru staðsettar við Sviatoshyn-flugvöllinn í Obolonskyi-hverfinu í norðvesturhluta Kænugarðs en
verksmiðjusvæðið er á stærð við helminginn af Kársnesinu í Kópavogi og þá er allt flugvallarsvæðið um þrefalt stærra.
Þá er enn óvíst um tjón á nýjum flugvélum sem framleiddar eru
í verksmiðjunum en meðal flugvélategunda sem fara í lokasamsetningu
í Antonov-verksmiðjunum eru An-140, An-148 og Antonov An-158.
Í einni verksmiðjubyggingunni er að finna óklárað eintak af Antonov An-225 „Mriya“ flugvélinni


17. apríl 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa gefið frá sér viðvörun þar sem krafist er að skoðun verði gerð á tveimur tegundum af þotuhreyflum og kemur fram að möguleiki á ryði eftir langtímageymslu á flug

28. júní 2022
|
Ný verksmiðja fyrirtækisins Spirit AeroSystems hefur formlega hafið starfsemi sína í Casablanca í Morokkó.

3. maí 2022
|
Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm