flugfréttir

Isavia birtir ársuppgjör fyrir árið 2021

16. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:24

Frá Keflavíkurflugvelli

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) á árinu 2021 var neikvæð um 4,7 milljarða króna samanborið við neikvæða rekstrarafkomu upp á 10,1 milljarð króna árið 2020.

Áhrifa kórónuveirunnar gætti enn verulega á rekstur félagsins þrátt fyrir mikinn viðsnúning á fyrri hluta ársins en tekjur jukust um 6,1 milljarða króna eða 41% samanborið við árið á undan.

Ef horft er til ársins 2019 nam tekjusamdrátturinn árið 2021 um 46% fyrir samstæðu Isavia en 72% ef eingöngu er horft til reksturs móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 58% milli ára og voru þeir 2,2 milljónir árið 2021 samanborið við 1,4 milljónir árið á undan.

Ef horft er til heildarafkomu ársins var hún jákvæð um 321 milljónir króna samanborið við neikvæða afkomu um 13,2 milljarða króna árið 2020. Stóran hluta þeirrar breytingar má rekja til jákvæðra gengisáhrifa vegna langtímalána í erlendum gjaldmiðlum og einskiptis vaxtatekna.

„Þrátt fyrir að áhrifa kórónuveirunnar hafi gætt verulega í rekstri flugvalla og flugleiðsöguþjónustu hjá okkur á síðasta ári má segja að árið 2021 hafi markað ákveðin tímamót,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

„Þau flugfélög sem flugu til Keflavíkurflugvallar árið 2019 snéru aftur og með afnámi sóttvarnarráðstafana á landamærum Íslands má segja að síðustu hindruninni sem eftir stóð hafi verið hrundið úr vegi“, bætir Sveinbjörn við.

„Við finnum fyrir miklum áhuga á Íslandi frá okkar flugfélögum og þrátt fyrir að kórónuveiran hafi enn áhrif á líf okkar allra þá þarf ekki mikið að gerast til að við förum fram úr þeim forsendum sem spár gefa til kynna um fjölda farþega á þessu ári. Við sjáum ekki enn hver áhrif stríðsins í Úkraínu kunna að verða á ferðalög farþega til og frá Íslandi en fylgjumst auðvitað vel með stöðu mála.“

Uppbygging Keflavíkurflugvallar gengur vel og það er útlit fyrir að 2022 verði metár þegar kemur að framkvæmdum á flugvellinum.

„Uppbyggingin mun gera okkur kleift að taka enn betur á móti sívaxandi fjölda farþega á næstu árum og auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar. Það mun styðja við fjölgun flugtenginga sem er lykilatriði þegar kemur að lífsgæðum og velsæld á Íslandi,“ segir Sveinbjörn. „Framkvæmdir eru að mestu enn á áætlun en við finnum þó þegar fyrir áhrifum stríðsins í Úkraínu á aðfangakeðjuna í framkvæmdunum.“

Aðalfundur Isavia verður haldinn 24. mars næstkomandi og þá verður ársskýrsla félagsins fyrir árið 2021 gefin út. Ársreikning Isavia fyrir árið 2021 má lesa hér.  fréttir af handahófi

Fimm áhugasamir kaupendur að Piaggio koma til greina

4. apríl 2022

|

Fimm áhugasamir kaupendur sem vilja taka yfir rekstur ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hafa verið valdir til þess að fá aðgang að bókhaldi og rekstargögnum fyrirtækisins sem er næsta

Gætu mögulega náð einhverjum flugvélum til baka frá Rússlandi

9. maí 2022

|

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga

Þrjár júmbó-þotur eftir á færibandinu hjá Boeing

3. júní 2022

|

Senn styttist í að síðasta júmbó-þotan verði afhent frá Boeing og nálgast sá dagur þar sem smíði Boeing 747 heyrir sögunni til.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl