flugfréttir
Norse frestar fyrsta fluginu fram til júní

Boeing 787-9 Dreamliner-þota frá Norse Atlantic Airways
Nýja norska flugfélagið, Norse Atlantic Airways, hefur ákveðið að bíða með að hefja starfsemi sína vegna ástandsins í Úkraínu og hefur félagið frestað opnun á farmiðasölu fram til apríl.
Til stóð að hefja sölu á farmiðum í þessum mánuði og var stefnt á að
fljúga fyrstu áætlunarflugin í vor en vegna mikillar hækkunnar á
verði á þotueldsneyti og óvissu með flugiðnaðinn vegna áhrifa af
ástandinu í Úkraínu hefur Norse ákveðið að fresta sölu á farmiðum fram
í næsta mánuð og hefja áætlunarflug í júní þess í stað.
„Við erum í þeirri undarlegri stöðu að við höfum enn ekki byrjað að fljúga sem gefur okkur tækifæri á að koma inn á markaðinn með mikilli varúð
sem verður í samræmi við eftirspurn og ætlum við að aðlaga okkur
eftir því“, segir Bjorn Tore Larsen, framkvæmdarstjóri félagsins.
Norse Atlantic Airways stefnir á að hefja flug á milli Noregs og
áfangastaða í Bandaríkjunum en fljótlega í kjölfarið hefjast flug til
Bandaríkjanna frá London og París.
Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að Norse Atlantic Airways hefur
tryggt sér pláss á Gatwick-flugvellinum í London og stefnir félagið á
að byrja með fimmtán Dreamliner-þotur en félagið fékk fyrstu Boeing 787 þotuna afhenta í desember og hefur félagið fengið níu afhentar og
verða hinar sex afhentar á næstu mánuðum.


17. maí 2022
|
Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

22. apríl 2022
|
Scott Kirby, framkvæmdarstjóri United Airlines, segir að skortur á flugmönnum vestanhafs gæti komið í veg fyrir að bandarísk flugfélög geti aukið umsvif sín á næstu fimm árum í takt við aukna eftirsp

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm