flugfréttir

Rússar íhuga að smíða aftur Ilyushin Il-96 og Tupolev Tu-214

17. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:02

Ilyushin Il-96 þotan í samsetningarsal á árum áður

Rússar íhuga nú að athuga með möguleikann á að því að endurvekja framleiðslu á Ilyushin Il-96 þotunni og Tupolev Tu-214 þotunni en framleiðslu þotnanna tveggja var samt aldrei formlega hætt.

Báðar þoturnar voru fyrst framleiddar á tímum Sovíetríkjanna en Ilyushin Il-69 er fjögurra hreyfla breiðþota sem fyrst kom á markaðinn árið 1992 og voru framleiddar um 30 þotur af þeirri gerð en ekkert eintak af þotunni hefur verið framleitt síðan árið 2017.

Tupulov Tu-214 er tveggja hreyfla farþegaþota sem byggir á Tu-204 sem svipar mjög til Boeing 757 en sú þota kom fyrst á markað árið 1996 og voru framleiddar tæplega 98 eintök af henni en sú síðasta var smíðuð og afhent árið 2018.

Yury Borisov, varaforsætisráðherra Rússlands, sagði í viðtali við rússnesku fréttastofuna Ria Novosti, að verið sé að skoða hvor raunhæft sé að hefja aftur framleiðslu á þessum tveimur þotum í ljósi breyttra aðstæðna fyrir Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Tupolev Tu-214 þotan

Fram til áranna 2017 og 2018 voru aðeins framleiddar um ein þota á ári af hvorri gerð að meðaltali og hefur til að mynda aldrei verið smíðuð fleiri eintök en tvær eða þrjár þotur árlega af Ilyushin Il-96 þau 33 ár sem hún hefur verið í framleiðslu.

Flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation (UAC) tilkynnti árið 2015 að til stæði að framleiða Ilyushin Il-96-400M sem átti að vera endurbætt útgáfa af Il-96 en árið 2021 var tilkynnt að hætt hefði verið við þau áform þar sem engar pantanir bárust í þotuna.

„Við höfum í samráði við samstarfsaðila okkar í samgönguráðuneytinu framkvæmt greiningu og erum að meta þörfina. Eins og þetta lítur út þá gæti verið að við munum endurvekja framleiðsluna á þessum flugvélum“, segir Borisov.  fréttir af handahófi

Júmbó-þotu meinað brottför vegna viðskiptahafta á Rússland

7. apríl 2022

|

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir að júmbó-fraktþota geti hafi sig til flugs frá Hahn-flugvellinum í Frankfurt vegna viðskiptaþvingana á Rússland.

Qatar Airways tapar fyrsta dómsmálinu gegn Airbus

26. apríl 2022

|

Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað

Eiga enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur

28. apríl 2022

|

Boeing á enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur sem búið er að smíða og þá bíða um 115 Dreamliner-þotur þess að verða afhentar.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl