flugfréttir
Rússar íhuga að smíða aftur Ilyushin Il-96 og Tupolev Tu-214

Ilyushin Il-96 þotan í samsetningarsal á árum áður
Rússar íhuga nú að athuga með möguleikann á að því að endurvekja framleiðslu á Ilyushin Il-96 þotunni og Tupolev Tu-214 þotunni en framleiðslu þotnanna tveggja var samt aldrei formlega hætt.
Báðar þoturnar voru fyrst framleiddar á tímum Sovíetríkjanna en
Ilyushin Il-69 er fjögurra hreyfla breiðþota sem fyrst kom á markaðinn
árið 1992 og voru framleiddar um 30 þotur af þeirri gerð
en ekkert eintak af þotunni hefur verið framleitt síðan árið 2017.
Tupulov Tu-214 er tveggja hreyfla farþegaþota sem byggir á Tu-204 sem svipar mjög
til Boeing 757 en sú þota kom fyrst á markað árið 1996 og voru
framleiddar tæplega 98 eintök af henni en sú síðasta var smíðuð og afhent
árið 2018.
Yury Borisov, varaforsætisráðherra Rússlands, sagði í viðtali við
rússnesku fréttastofuna Ria Novosti, að verið sé að skoða hvor raunhæft
sé að hefja aftur framleiðslu á þessum tveimur þotum í ljósi
breyttra aðstæðna fyrir Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Tupolev Tu-214 þotan
Fram til áranna 2017 og 2018 voru aðeins framleiddar um ein þota á ári
af hvorri gerð að meðaltali og hefur til að mynda aldrei verið smíðuð fleiri eintök en tvær eða þrjár þotur árlega af Ilyushin Il-96 þau 33 ár sem hún hefur verið í framleiðslu.
Flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation (UAC) tilkynnti árið 2015 að til stæði að framleiða Ilyushin Il-96-400M sem átti að vera endurbætt
útgáfa af Il-96 en árið 2021 var tilkynnt að hætt hefði verið við þau
áform þar sem engar pantanir bárust í þotuna.
„Við höfum í samráði við samstarfsaðila okkar í samgönguráðuneytinu
framkvæmt greiningu og erum að meta þörfina. Eins og þetta lítur út
þá gæti verið að við munum endurvekja framleiðsluna á þessum
flugvélum“, segir Borisov.


7. apríl 2022
|
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa komið í veg fyrir að júmbó-fraktþota geti hafi sig til flugs frá Hahn-flugvellinum í Frankfurt vegna viðskiptaþvingana á Rússland.

26. apríl 2022
|
Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað

28. apríl 2022
|
Boeing á enn eftir að afhenda 320 Boeing 737 MAX þotur sem búið er að smíða og þá bíða um 115 Dreamliner-þotur þess að verða afhentar.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm