flugfréttir
Hætta með grímuskyldu um borð þótt hún sé ennþá skylda

KLM Royal Dutch Airlines mun hætta með grímuskyldu næstkomandi miðvikudag
Fjögur flugfélög í Hollandi ætla í næstu viku að „óhlýðnast“ stjórnvöldum og fella niður grímuskyldu um borð í flugvélum sínum þrátt fyrir að hollensk stjórnvöld hafa ekki afnumið grímuskyldu í farþegaflugi.
Flugfélögin sem um ræðir eru KLM Royal Dutch Airlines, Transavia,
Corendon og TUIfly Netherlands og ætla félögin ekki að skylda farþega
sína lengur til þess að nota andlitsgrímur frá og með 23. mars.
Ástæðan er sögð vera af ótta við óánægju meðal farþega sem nú þegar
eru farnir að vera pirraðir og viðskotaillir vegna grímuskyldunnar
þar sem samfélög eru óðum að afnema hana að hluta til eða að fullu
leyti.
Hollenska þingið hefur fylgt eftir alþjóðlegum sáttmálum sem fer
fram á grímuskyldu áfram í farþegaflugi en Transavia og TUI Netherlands
segja þetta ekki rétt og benda á að evrópskar reglur mæli með notkun
andlitsgríma í flugi en það sé ekki lengur skylda.
„Farþegar eru farnir að sýna minni vilja til að vera samvinnuþýðir
er kemur að grímunotkun þar sem hún er smátt og smátt af hverfa
í samfélaginu. Við eigum erfitt með að réttlæta hana fyrir farþegum og
tilvikum þar sem farþegar hafa orðið viðskotaillir í garð áhafnameðlima
hefur farið fjölgandi“, segir talsmaður TUI Netherlands.
TUI, Transavia og KLM segja að frá og með næstkomandi miðvikudag
verður eingöngu mælt með því að nota andlitsgrímur en þær verða ekki
skyldugar.


14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

22. apríl 2022
|
Scott Kirby, framkvæmdarstjóri United Airlines, segir að skortur á flugmönnum vestanhafs gæti komið í veg fyrir að bandarísk flugfélög geti aukið umsvif sín á næstu fimm árum í takt við aukna eftirsp

28. apríl 2022
|
Það er ekki hægt að komast hjá því að hækka flugfargjöld miðað við þá hækkun sem orðið hefur á verði á þotueldsneyti.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm