flugfréttir

Finnair byrjar að fljúga um Norðurpólinn til Tókýó

- Fyrsta flug Finnair um Norðurpólinn í næstum 30 ár

18. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:11

Finnair byrjaði að fljúga um Norðurpólinn frá Helsinki til Tókýó þann 9. mars síðastliðinn

Finnair leitar nú nýrra leiða til þess að geta viðhaldið leiðarkerfi sínu til áfangastaða í Asíu þar sem lofthelgin yfir Rússlandi er ekki lengur í boði fyrir vestræn flugfélög.

Meðal þess sem flugfélagið finnska er að skoða er að fljúga um Norðurpólinn til áfangastaða sinna í Asíu sem voru áður aðgengilegir með því að fljúga í gegnum rússneska lofthelgi.

Fram kemur að Finnair hafi nú þegar flogið undanfarna daga til Tókýó með því að fljúga vesturleiðina í gegnum Norðurpólinn framhjá Alaska yfir Beringshaf og fara niður eftir norðvesturhluta Kyrrahafsins í átt að Japan.

Finnair segir að sú leið hafi kallað á framlengingu á ETOPS fjarflugsleyfinu á Airbus A350-900 þotunum auk þess sem það krefst að mjög varfærnislega þurfi að huga að hleðslu og eldsneytiseyðslu á vélunum.

Þá hefur Finnair þurft að athuga með möguleika á varaflugvöllum á nýju flugleiðinni í Skandinavíu, norðurhluta Kanada, Alaska og í Japan og er um að ræða flugvelli sem aldrei áður hafa verið notaðir sem varaflugvellir hjá Finnair.

Flug AY73 á Flightradar frá Helsinki til Tókýó í gær

„Þessi breyting sem hefur orðið þar sem öll rússneska lofthelgin er ekki lengur í boði kallar fram svo nýjar aðstæður að við höfum þurft að finna upp hjólið að nýju og meðal annars þurft að setja upp nýja staðsetningarpunkta í leiðsögukerfið til að geta byrjað að fljúga eftir nýjum og afskekktum leiðum“, segir í yfirlýsingu frá Finnair.

Finnair byrjaði að fljúga nýju leiðina til Tókýó þann 9. mars sl. sem er fyrsta flugið um Norðurpólinn sem félagið hefur flogið í næstum því 30 ár.

Fyrsta flugið um Norðurpólinn til Tókýó, flug AY73, tók 12 klukkustundir og 52 mínútur og er verið að skoða möguleikann á að fljúga sömu leið til Seúl í Suður-Kóreu.

Fram kemur að Aleksi Kuosmanen, flugrekstarstjóri Finnair, sonur flugmannsins hjá Finnair sem var sá fyrsti til að fljúga hjá félaginu um Norðurpólinn árið 1983, var hluti að áhöfninni sem flaug fyrsta flugið um daginn til Tókýó um Norðurpólinn.

Í lokin má geta að áhöfnin ávarpaði farþega sérstaklega þegar flugvélin var að fara yfir Norðurpólinn og fengu allir farþegar sérstakt viðurkenningarskírteini því til staðfestingar.  fréttir af handahófi

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Air Lease pantar 32 MAX þotur til viðbótar frá Boeing

5. apríl 2022

|

Flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur lagt inn pöntun til Boeing í 32 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en með því er heildafjöldi þeirra 737 MAX þotna, sem Air Lease hefur pantað, komin í 130 þ

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl