flugfréttir
Afturkalla flughæfnisvottun fyrir rússneskar flugvélar

Sukhoi Superjet 100 þotan
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa afturkallað evrópska flughæfnisvottun fyrir rússneskar flugvélar og þar á meðal nýju Sukhoi Superjet 100 þotuna sem fær því ekki að fljúga lengur í evrópskri lofthelgi.
Sviptingin mun einnig hafa áhrif á þær nýju rússnesku flugvélar sem enn eru í smíðum og þróun sem höfðu fengið evrópska vottun og má þar á meðal nefna Irkut MC-21 þotuna og
Ilyushin Il-114-300 flugvélina auk hinnar kínversku Comac CR929 sem er samstarfsverkefni Rússa og Kínverja.
Fleiri rússnesk loftför sem hafa misst flughæfnisvottun í Evrópu er loftbelgir af gerðinni AL30,
Beriev Be-103 sjóflugvélin, Tupolev Tu204-120 þotan, Kaman Ka-32A þyrlan og Beriev BE-200ES flugvélin.
Sukhoi Superjet 100 þotan kom fyrst á markað árið 2011 og hafa í dag verið afhent 147 eintök af þeim 301 þotu sem pantaðar
hafa verið frá árinu 2005.
Eini evrópski flugrekandinn sem hafði Sukhoi Superjet 100 þoturnar var írska flugfélagið CityJet
en það flugfélag hætti með rússnesku þoturnar árið 2019.


11. maí 2022
|
Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

3. maí 2022
|
Eftirspurn eftir fraktflugi dróst saman í marsmánuði ef marka má upplýsingar sem Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) birti nýlega.

26. apríl 2022
|
Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm