flugfréttir
Syðri flugstöðin á Gatwick opnar aftur eftir 21 mánaða lokun

Frá Gatwick-flugvellinum í London
Búið er að taka aftur í notkun syðri flugstöðina á Gatwick-flugvellinum í London, South Terminal, en henni var lokað fyrir 21 mánuði síðan vegna heimsfaraldursins.
Flugstöðin var tekin úr notkun í júní árið 2020 þar sem að farþegaflug hafði nánast
lamast og eftirspurn eftir flugsætum datt niður í það lægsta sem sást hafði í mörg ár.
Í kjölfar þess að búið er að opna aftur syðri flugstöðina þá hafa skapast um 5.000
ný störf í tengslum við opnunina og þarf flugvöllurinn sjálfur að ráða um 400 starfsmenn.
„Þetta er stór áfangi, ekki bara fyrir Gatwick-flugvöll heldur einnig fyrir allan flugiðnaðinn“,
segir Robert Courts, ráðherra flug- og siglingamála og almannaöryggis í bresku ríkisstjórninni.
Takmörkunum var aflétt í Bretlandi þann 18. mars sl. og er séð fram á mikla
eftirspurn eftir flugi í sumar á Gatwick-flugvelli og verður hægt að fljúga þaðan
til 30 fjarlægra áfangastaða í langflugi.
Til að mynda hefur British Airways aukið umsvif sín ásamt easyJet sem verður
með 79 þotur staðsettar á Gatwick-flugvelli sem munu fljúga 120 flugleiðir um flugvöllinn.
Þess má geta að töluverður skortur hefur verið á starfsfólki á breskum flugvöllum að undanförnu
þar sem eftirspurnin eftir millilandaflugi hefur aukist til muna sem hefur valdið því að miklar raðir hafa myndast við vopnaleit, landamæraeftirlit og við innritun.


28. júní 2022
|
Ný verksmiðja fyrirtækisins Spirit AeroSystems hefur formlega hafið starfsemi sína í Casablanca í Morokkó.

9. maí 2022
|
Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið Air Lease Corporation segist sjá fram á að geta mögulega fengið til baka einhverjar af þeim flugvélum sem hafa verið fastar í Rússlandi í flota rússneskra flugfélaga

5. maí 2022
|
Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm