flugfréttir

EASA mun breyta reglum um lágmarkseldsneyti

- Breyttar reglur um aukaeldsneyti mun ekki hafa áhrif á flugöryggi

30. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 12:54

Reglugerðin mun taka í gildi í október á þessu ári

Evrópska flugöryggisstofnunin (EASA) hefur ákveðið að leyfa flugfélögum og flugrekstraraðilum að minnka það eldsneyti sem flugvélar þurfa að bera og munu nýjar reglugerðir taka í gildi í haust varðandi lög um lágmarkseldsneyti.

Eldsneyti um borð sem gert er ráð fyrir að flugvélar brenni í flugferð frá brottfararstað til ákvörðunarstaðs tekur samkvæmt reglugerðum mið af því ófyrirséða sem getur komið upp á leiðinni á borð við seinkanir eða ef flugvél þarf að víkja af áætlaðri flugleið og lenda á öðrum flugvelli sem er nálægur.

Hinsvegar þá er ókosturinn sá að slíkt aukaeldsneyti kostar aukaþyngd þótt að slíkt eldsneyti sé ekki notað sem verður til þess að flugvél er að eyða meira eldsneyti að vera með meiri þyngd vegna aukaeldsneytis sem þýðir einnig meiri kolefnislosun.

EASA hefur lagt til þrjár nýjar breytingar sem munu taka í gildi frá og með október á þessu ári sem er ætlað að draga úr kolefnalosun og hagræða eldsneytisnotkun en án þess að draga úr flugöryggi og fá flugrekstaraðilar því aukið svigrúm er kemur að því hversu mikið eldsneyti þarf að vera um borð.

Ein af eldsneytisreglunum verður skyldubundin, sú þriðja verður háð breytingum og sú þriðja verður sérsniðin og sniðin hverjum aðstæðum fyrir sig. Með þessu geta flugrekstaraðilar hagrætt betur eldsneytisþörf með sérstakri eftirfylgni sem fæst með öflun gagna, nákvæmu áhættumat og verður því hægt að meta betur það eldsneytismagn sem flugvél þarf hverju sinni.

EASA áætlar að miðað við þau áætlunarflug sem áttu sér stað meðal evrópskra flugrekenda árið 2015 hefði verið hægt að spara um 1 milljón tonn af eldsneyti ef nýja reglugerðin hefði verið í gildi það árið auk þess sem kolefnislosun hefði minnkað um 3 milljón tonn sem samsvarar 1% af allri kolefnalosun í fluginu í Evrópu.

„Það er engin ástæða til þess að hafa meira eldsneyti í háloftunum en nauðsynlegt er. Að bera meira eldsneyti krefst þess að meira eldsneyti þarf til. Það sem þarf að hafa í huga er að þetta er hægt án þess að skerða flugöryggi“, segir Jesper Rasmussen hjá EASA.  fréttir af handahófi

Boeing 737-800 aftur í notkun hjá China Eastern Airlines

19. apríl 2022

|

Kínverska flugfélagið China Eastern Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737-800 þotunum en flugfélagið kyrrsetti þær allar í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 21. mars eftir að e

Fá fyrstu E-þotuna sem breytt hefur verið yfir í fraktþotu

9. maí 2022

|

Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

Hainan Airlines losar sig við allar A350 þoturnar

5. apríl 2022

|

Kínverska flugfélagið Hainan Airlines ætlar að selja tvær Airbus A350-900 breiðþotur en báðar þoturnar hafa verið mjög lítið notaðar og þeim aðeins flogið átta sinnum í áætlunarflugi frá því þær voru

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl