flugfréttir
Sérfræðingar frá Bandaríkjunum á leið til Kína vegna flugslyssins

Hluti af hægri væng þotunnar á slysstað
Bandarískir flugslysasérfræðingar frá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB), starfsmenn frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og sérfræðingar frá Boeing munu á næstu dögum halda til Kína til þess að aðstoða við rannsókn á flugslysinu er Boeing 737-800 farþegaþota frá China Eastern Airlines fórst þar í landi þann 21. mars síðastliðinn.
Kínversk stjórnvöld hafa gefið út vegabréfsáritun fyrir hóp sérfræðinganna frá NTSB og fyrir tæknilega ráðgjafa
frá FAA og Boeing og segir í Twitter-færslu NTSB að vonast sé til þess að hópurinn haldi af stað fyrir helgi.
Hreyflaframleiðandinn CFM International á ekki von á að senda starfsmenn á sínum vegum til Kína
en þeir verða NTSB innan handar þegar að því kemur.
Orsök flugslyssins er ennþá óljós en flugvélin var í áætlunarflugi frá borginni Kunming til Guangzhou
þegar hún fórst um einni klukkustund eftir flugtak.
Rannsóknaraðilum í Kína tókst að finna hljóðrita vélarinnar þann 23. mars sl. auk þess sem búið er að
finna brak úr öðrum hreyflinum og hluta af vængnum.
NTSB segir að stofnunin muni ekki gefa út neinar upplýsingar varðandi flugslysið og sé það í höndum
kínverskra stjórnvalda að gera slíkt en flugmálayfirvöld í Kína hafa tilkynnt að von sé á bráðabirgðarskýrslu
fyrir 20. apríl.


5. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines ætlar að selja tvær Airbus A350-900 breiðþotur en báðar þoturnar hafa verið mjög lítið notaðar og þeim aðeins flogið átta sinnum í áætlunarflugi frá því þær voru

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

13. apríl 2022
|
Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að öll bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eru nú í fullri notkun.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm