flugfréttir

Nauðlenti í Medellín með nefhjólið fast til hliðar

31. mars 2022

|

Frétt skrifuð kl. 09:28

Flugvélin var nýfarin í loftið frá flugvellinum í Medellín þegar upp kom vandamál með nefhjólabúnaðinn

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá flugfélagnu LATAM nauðlenti sl. þriðjudag á flugvellinum í Medellín í Kólumbíu með nefhjólið fast í 90 gráðu stöðu.

Flugvélin var nýfarin í loftið frá Medellín í áætlunarflugi á leið til borgarinnar Cartagena þegar flugmennirnir urðu varir við vandamál með nefhjólið.

Flugmennirnir hættu við frekara klifur í 13.000 fetum og ákváðu að snúa við til Medellín vegna bilunar í stýrisbúnaði í nefhjólinu.

Atvikið átti sér stað sl. þriðjudag á José María Córdova
flugvellinum í Medellín í Kólumbíu

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá er flugvélin lendir og reyndu flugmennirnir að halda nefhjólinu eins lengi uppi og unnt var og fylgdi mikið neistaflug er hjólið snerti brautina í lendingarbruninu.

Flugmennirnir brenndu eldsneyti með því að hringsóla í 45 mínútur fyrir lendingu og voru slökkviliðsbílar og neyðarteymi tilbúið í viðbragðsstöðu.

Um borð í vélinni voru 147 farþegar auk áhafnarinnar og fóru þeir frá borði niður um stiga á brautinni.

Atvikið þykir minna á mjög sambærilegt atvik sem átti sér stað á flugvellinum í Los Angeles árið 2005 er Airbus A320 þota frá jetBlue lenti með nefhjólið fast í 90 gráðu stöðu.

Myndband:  fréttir af handahófi

Þrjár júmbó-þotur eftir á færibandinu hjá Boeing

3. júní 2022

|

Senn styttist í að síðasta júmbó-þotan verði afhent frá Boeing og nálgast sá dagur þar sem smíði Boeing 747 heyrir sögunni til.

Air Lease pantar 32 MAX þotur til viðbótar frá Boeing

5. apríl 2022

|

Flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur lagt inn pöntun til Boeing í 32 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en með því er heildafjöldi þeirra 737 MAX þotna, sem Air Lease hefur pantað, komin í 130 þ

Skrá erlendar flugvélar á rússneska skráningu án leyfis

13. apríl 2022

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur bætt 21 rússnesku flugfélag á svarta listann sem þýðir að þau flugfélög fá ekki að fljúga inn í evrópska lofthelgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl