flugfréttir

Upp úr slitnaði í viðræðum milli SAS og flugmanna

1. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:32

SAS hefur tekið upp nýja rekstaráætlun sem nefnist „SAS Forward“ en mikil óánægja ríkir með hana meðal flugmanna

Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarherbergi þegar fundurinn var varla byrjaður.

SAS hefur tekið upp nýja rekstaráætlun sem nefnist „SAS Forward“ en með henni stefnir flugfélagið á að hagræða rekstri sínum með því að ná fram sparnaði upp á 102 milljarða króna.

SAS varar við því að staða flugfélagsins hafi sjaldan verið eins alvarleg og verði félagið að tryggja samkeppnishæfni sína til þess að standa sig á alþjóðamarkaði.

Flugfélagið segir að það sé mikið áhyggjuefni að forsvarsmenn verkalýðsfélagsins hafi gengið strax út og sé verið með því að vekja upp óvissu varðandi framhaldið og geti það haft áhrif á starfsemi SAS og allra þeirra sem þarf starfa.

Meðal þess sem rekstaráætlunin SAS Forward miðar af eru breytingar á leiðarkerfi og flugflota á þá hefur félagið komið upp með tvær aðskild dótturfyrirtæki sem nefnast SAS Link og SAS Connect sem mun tilheyra sitthvorri flugvélategundinni, Embraer-þotunum annarsvegar og Airbus-þotunum hinsvegar.

SAS sagði upp hundruðum flugmanna í byrjun árs 2020 vegna heimsfaraldursins en nú hefur félagið byrjað að endurráða flugmenn en á allt öðrum forsendum og er starfsmannafélagið ósátt með að SAS hafi meðal annars lengt vinnutíma flugmanna og skert launin á sama tíma.

Martin Lindgren, formaður Svensk Pilotforening, telur að SAS sé að nota óheiðarlega aðferð sem er betur þekkt sem „uppsögn og endurráðning“ og með stofnun SAS Link og SAS Connect hafi félagið stofnað einnig sína eigin ráðningarskrifstofu til þess að þurfa ekki að efna skyldur sínar við þá flugmenn sem á að ráða til baka.

Þá segir Lindgren að þeir flugmenn sem samþykki ekki þær breytingar sem gerðar hafa verið þurfi að fara í gegnum nýju ráðningarskrifstofuna og á þeim forsendum hafi verkalýðsfélagið engan áhuga að setjast að samningarborðinu með stjórn SAS.

Lindgren er ekki bjartsýnn á að nein lausn sé í sjónmáli og sér hann fram á að gripið verði til harðra aðgerða í starfsmannadeilunni. - „Þetta lítur ekki vel út. Það þarf að verða breyting innan stjórnar flugfélagsins“, segir Lindgren.  fréttir af handahófi

Möguleiki að sækja risaþotur úr geymslu til að anna eftirspurn

5. maí 2022

|

Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

Upp úr slitnaði í viðræðum milli SAS og flugmanna

1. apríl 2022

|

Samningaviðræður á milli SAS (Scandinavian Airlines) og sænskra flugmanna fóru út um þúfur nánast í byrjun fundar og gengu forsvarsmenn sænska verkalýðsfélagsins Svensk Pilotforenging út úr fundarhe

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl