flugfréttir

Flugmaður í 1 árs fangelsi fyrir að falsa gögn í atvinnuumsókn

- Laug til um flugtímafjölda til að fá starf hjá BA CityFlyer

4. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:07

Flugmaðurinn flaug meðal annars Embraer-þotum fyrir breska flugfélagið BA CityFlyer

49 ára breskur flugmaður, Craig Butfoy að nafni, var á dögunum dæmdur í eins árs fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa logið til um flugreynslu sína og falsað gögn yfir flugtíma en flugmaðurinn hafði starfað um tveggja ára skeið sem atvinnuflugmaður þangað til að það komst upp um hann.

Fram kemur að flugmaðurinn hefði falsað tímafjölda í flugtímabók sinni fyrir atvinnuumsókn þar sem fram kom að hann hefði 1.610 flugtíma að baki sem flugstjóri á Embraer-þotu og þá var hann dæmdur fyrir að hafa falsað gögn sem sýndu fram á þjálfunarferil hans fyrir atvinnuviðtal hjá flugfélaginu CityFlyer sem er dótturfélag British Airways.

Flugmaðurinn starfaði hjá BA CityFlyer frá því í apríl árið 2016 fram til mars árið 2018 og flaug hann meðal annars á London City flugvöllinn en þar á undan starfaði hann sem flugmaður hjá Stobart Air sem var þá í eigu Aer Lingus.

Samkvæmt breska dagblaðinu The Times kemur fram að grunsemdir vöknuðu meðal yfirmanna BA CityFlyer er þeir heyrðu af atviki þar sem flugmaðurinn var næstum því búinn að ýta á tiltekinn takka sem enginn flugmaður hefði ýtt á án þess að tilgreint er nánar hvaða takka var um að ræða en það atviki átti sér stað á jörðu niðri.

Málið rataði inn á borð hjá bresku flugmálastjórninni (CAA) sem hóf rannsókn á málinu og fór að grafast fyrir um bakgrunn flugmannsins og kom þá í ljós að hann hefði breytt upplýsingum um þá flugtíma sem hann átti að hafa haft að baki hjá öðrum vinnuveitanda sem hefur Embraer 190 þotur í flota sínum líkt og BA CityFlyer. Þá segir að hann hefði einnig logið til um að hann hefði haft einkaflugmannsskírteini í gildi síðan 1998.

Fréttamiðillinn The Business Insider hafði samband við British Airways sem sagði að viðkomandi flugmaður væri mjög hæfur og hefði öll skírteini í gildi án athugasemda og væri málið tilkomið vegna rangra upplýsinga og misskilnings sem höfðu borist með umsókninni.

„Öryggi farþega okkar og áhafnar er ávallt í fyrirrúmi og flugmaðurinn, sem var fullkomnlega hæfur, var vikið úr starfi og rannsókn hófst um leið og BA CityFlyer komst að því að það væri misræmi í umsókninni“, segir talsmaður British Airways sem bendir á að aldrei hefði verið nein hætta á ferðum gagnvart farþegum.

Jonathan Spence hjá bresku flugmálastjórninni segir að atvikum sem þessum sé tekið mjög alvarlega. „Heiðarleiki meðal flugmanna er það sem öryggi í flugi snýst um og við grípum alltaf til aðgerða þegar þörf krefur til að viðhalda því“, segir Spence.

Butfoy var dæmdur sl. mánudag í 12 mánaða fangelsi við dómshúsið Snaresbrook Crown Court í London.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga