flugfréttir
Fimm áhugasamir kaupendur að Piaggio koma til greina

Piaggio Aerospace framleiðir meðal annars hina sérstöku Piaggio Avanti P.180 flugvél
Fimm áhugasamir kaupendur sem vilja taka yfir rekstur ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace hafa verið valdir til þess að fá aðgang að bókhaldi og rekstargögnum fyrirtækisins sem er næsta skref í vali á nýjum eigenda ef sala á fyrirtækinu nær fram að ganga.
Vincenzo Nicastro, sérstakur fulltrúi Piaggio Aerospace, segir að 11 aðilar og fjárfestar hafi sýnt fyrirtækinu
áhuga en fimm þeirra hafa nú verið valdir í hópi þeirra sem koma sérstaklega til greina og fá þeir með því
aðgang að gögnum sem snúa að framleiðslunni og fjármálum.
Aðilarnir fimm hafa frest til 28. apríl til þess að gera endanlega upp hug sinn og hafði Nicastro lýst því yfir
að nýr eigandi verði valinn um mitt árið en ítalska ríkisstjórnin mun samt sem áður þurfa að gefa leyfi fyrir kaupunum
áður en þau ganga í gegn.
Strangar kröfur eru gerðar til nýja eigandans þar sem krafist er ítarlegrar rekstaráætlunar svo tryggt sé að viðkomandi
aðili sé hæfur til þess að taka við rekstri Piaggio og halda utan um framleiðsluna og starfsmannamál.
Rekstur Piaggio Aerospace hefur notið gjaldþrotaverndar síðan árið 2018 eftir að sjóðurinn Mubadala í Abu Dhabi
dró sig út úr rekstri fyrirtækisins sem fjárfestir.


3. maí 2022
|
Stjórn bandaríska lágfargjaldafélagsins Spirit Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi hafnað yfirtökutilboði Jetblue Airlines og muni félagið halda sínu striki er kemur að samrunanum við Frontier Air

13. apríl 2022
|
Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að öll bílastæði við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli eru nú í fullri notkun.

9. maí 2022
|
Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm