flugfréttir

JetBlue með óvænt tilboð í Spirit sem hugðist sameinast Frontier

- Fyrirhugaður samruni við Frontier Airlines gæti verið í uppnámi

6. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 07:22

Frontier Airlines hugðist taka yfir rekstur Spirit Airlines og sameina félögin í eitt félag en nú hefur JetBlue komið með veglegt tilboð í félagið

Bandaríska lágfargjaldafélagið JetBlue kom í gær með skyndilegt og óumbeðið tilboð í Spirit Airlines upp á 3.6 milljarða Bandaríkjadali en tilboðið gæti sett strik í reikninginn fyrir Frontier Airlines sem hugðist sameinast Spirit Airlines.

Það var í byrjun febrúar sem að Spirit Airlines og Frontier Airlines tilkynntu um samruna og með því verður til annað stærsta lágfargjaldafélag Bandaríkjanna ef af samrunanum verður.

Robin Hayes, framkvæmdarstjóri JetBlue, segir að samruni félagsins og Spirit Airlines myndi gera jetBlue að mjög sterkum keppinauti við fjögur stærstu flugfélag Bandaríkjanna sem ráða yfir 80% af markaðnum vestanhafs en þau félög eru Delta Air Lines, American Airlines, United Airlines og Southwest Airlines.

Tilboðið þykir koma eins og þruma úr heiðskíru lofti en Frontier Airlines, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Denver, segir að samruni þess við Spirit Airlines sé mun betri kostur bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa þótt að tilboð JetBlue sé hærra og veglegra en tilboð Frontier Airlines.

Tilboð JetBlue er um 33 prósent hærra en tilboð Frontier Airlines og segir Hayes að floti Spirit Airlines myndi sameinast undir merkjum JetBlue og gæti félagið með því flogið til mun fleiri áfangastaða en Hayes segir að sú spurning sem flugfélagið fái oftast sé hvers vegna þeir fljúga ekki til fleiri áfangastaða.

Spirit Airlines mun fara yfir tilboð JetBlue

Frontier segir að sameinað flugfélag Spirit Airlines og Frontier eigi eftir að spara félögunum um 1 milljarð Bandaríkjadali með mun fleiri möguleikum á flugleiðum fyrir neytendur á hagstæðu verði og bendir félagið á að samruni Spirit Airlines við JetBlue komi ekki eins vel út fyrir farþega er kemur að fargjöldum.

Spirit Airlines, sem er nú komið milli steins og sleggju, segir að ráðgjafar flugfélagsins muni fara yfir tilboð JetBlue og taka ákvörðun í framhaldinu og meta hver sé besti kosturinn bæði fyrir viðskiptavini og hluthafa.

Til stóð að ganga frá samruna Spirit Airlines og Frontier Airlines á seinni helming þessa árs og skapa ætti með því um 10.000 ný störf fyrir árið 2026.  fréttir af handahófi

Fraktþota frá DHL fór út af braut í lendingu á Kosta Ríka

7. apríl 2021

|

Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

Jetblue með nýtt tilboð í Spirit

17. maí 2022

|

Bandaríska lágfargjaldafélagið Spirit Airlines hefur ekki endanlega útilokað yfirtökutilboð Jetblue en félagið hefur komið með annað tilboð í félagið og hefur Spirit Airlines ákveðið að fara yfir það

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl