flugfréttir
Tveir flugvellir sektaðir vegna notkunar á hitamyndavélum

Flugvellirnir sem um ræðir eru flugvellirnir í Brussel og í Charleroi
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.
Flugvellirnir sem hafa verið sektaðir eru flugvellirnir í Belgíu og í Charleroi og
er flugvöllurinn í Belgíu sektaður um 28 milljónir króna og Charleroi-flugvöllur um 14
milljónir króna.
Í yfirlýsingu frá persónuvernd Belgíu kemur fram að flugvellirnir hafi ekki haft heimild
til þess að skima fyrir hita meðal farþega en slík gögn eru flokkuð sem „viðkvæm gögn“
samkvæmt Evrópusambandinu.
Fram kemur að flugvellirnir hafi komið upp hitamyndavélum á flugvöllunum og mátti með því sjá hitamyndir af farþegum og greina frá þá farþega sem höfðu meira en 38°C líkamshita.
Hitamyndavélarnar voru notaðar á flugvellinum í Charleroi frá júní árið 2020 til mars 2021 en myndavélarnar á flugvellinum í Brussel voru notaðar frá júní árið 2020 til janúar 2021.
Hinsvegar kemur fram í yfirlýsingu frá persónuverndarnefnd að flugvöllunum tveimur
skorti tilskilin leyfi til þess að nota gögn úr myndavélunum.


6. apríl 2022
|
Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

5. apríl 2022
|
Flugvélaleigan Air Lease Corporation hefur lagt inn pöntun til Boeing í 32 Boeing 737 MAX þotur til viðbótar en með því er heildafjöldi þeirra 737 MAX þotna, sem Air Lease hefur pantað, komin í 130 þ

6. apríl 2022
|
Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm