flugfréttir

Flugumferðin í Evrópu nálgast það sem var fyrir COVID-19

- Sum flugfélög verða komin í sama farþegafjölda í sumar og var árið 2019

6. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 16:58

Airbus A321 þota frá Wizz Air á Luton-flugvellinum í London þann 23. mars síðastliðinn

Evrópska flugumferðarstjórnin Eurocontrol spáir því að fyrir lok þessa árs verði flugumferðin í Evrópu komin í 92 prósent af flugumferðinni sem var áður en heimsfaraldurinn skall á.

Í besta falli gæti flugumferðin náð 96% af flugumferðinni árið 2019 en fram kemur að nokkrar aðstæður gætu haft áhrif á sem yrði til þess að í versta falli myndi flugumferðin ná 83 prósentum af árinu 2019.

„Flugið hefur haldið áfram að ná sér á strik með þokkalegum árangri á sl. vikum og flugumferðin í Evrópu hefur aukist um 68 prósent frá því í janúar og er komin í 79% aukningu núna í byrjun apríl ef borið er saman við flugumferðina árið 2019“, segir Eamonn Brennan, yfirmaður Eurocontrol.

Meðal þess sem gæti haft áhrif á bataferlið er hækkandi verð á þotueldsneyti og árásir Rússa á Úkraínu en Brennan tekur fram að flugfélögin eru stanslaust að bæta við sig sætaframboði og sum flugfélög eru strax komin í jafnmikil umsvif og voru fyrir heimsfaraldurinn.

„Það er næstum því víst að flugið mun ná 90% umsvifunum í sumar og við gerum ráð fyrir að eftirspurn eftir flugi til sólaráfangastaða og til annara borga muni verða meiri en sumarið 2019“, segir Brennan.

Brennan tekur fram að ef nýtt afbrigði af kórónaveirunni kemur fram þá myndi það hafa áhrif og draga úr þessum tölum auk þess sem stríð, pólitísk spenna, efnahagsbreytingar og verð á þotueldsneyti myndi einni hafa áhrif.

Þá tekur hann fram að skortur á starfsfólki í flugiðnaðinum og þá sérstaklega er kemur að starfsfólki á flugvöllum sé eitthvað sem þarf að taka með inn í reikninginn.

Spáin sem Eurocontrol hefur gefið út er gefin út á 6 mánaða fresti en fram kemur að hún sé í samræmi við sjö ára spá sem Eurocontrol gaf út í október í fyrra.  fréttir af handahófi

Tveir flugvellir sektaðir vegna notkunar á hitamyndavélum

6. apríl 2022

|

Persónuverndarnefnd hefur sektað tvo flugvelli í Belgíu fyrir brot á persónuverndarlögum er flugvellirnir tóku í notkun búnað sem skimaði fyrir líkamshita í byrjun heimsfaraldursins árið 2020.

Delta mun greiða flugfreyjum á meðan farþegar ganga um borð

27. apríl 2022

|

Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að greiða vinnutíma hjá flugfreyjum og flugþjónum fyrir þann tíma þegar farþegar eru að ganga um borð og koma sér fyrir en hingað til hefur greidd

Skrá erlendar flugvélar á rússneska skráningu án leyfis

13. apríl 2022

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur bætt 21 rússnesku flugfélag á svarta listann sem þýðir að þau flugfélög fá ekki að fljúga inn í evrópska lofthelgi.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl