flugfréttir
Fraktþota frá DHL fór út af braut í lendingu á Kosta Ríka
- Lýstu yfir neyðarástandi eftir flugtak vegna vandamáls í vökvakerfi

Flugvélin brotnaði í tvennt eftir að hún fór út af braut í lendingu á flugvellinum í San Jose á Kosta Ríka í dag
Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.
Flugvélin fór í loftið kl. 15:04 að íslenskum tíma áleiðis til Guatemala City þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi og tilkynntu um bilun í vökvakerfisbúnaði þegar vélin var komin í 21.000 fet.
Flugvélin snéri við og lenti aftur á flugvellinum í San Jose 50 mínútum síðar en í lendingarbruninu sveigða þotan út af flugbrautinni og endaði á graslendi á flugvallarsvæðinu þar sem hún brotnaði upp í tvo hluta og féllu bæði aðalhjólastellin saman.
Neyðarteymi, sem var í viðbragðsstöðu, fór að vélinni og komu tveimur flugmönnum frá borði en þeir voru þeir
einu sem voru í flugvélinni og sakaði þá ekki.

Flugvélin fór í loftið áleiðis til Guatemala City kl. 15:04 í dag að íslenskum tíma
Samkvæmt Flightradar24.com þá var flugvélin í loftinu í 51 mínútu en flugmennirnir tilkynntu um vandamálið með
vökvakerfið um 10 mínútum eftir flugtak.
Flugvélin sem átti í hlut var 22 ára gömul og flaug hún fyrst árið 1999 hjá taívanska flugfélaginu Far Eastern Air Transport
en henni var breytt í fraktflugvél árið 2010 og hefur hún flogið fyrir DHL Aero Expreso í Panama sem er hluti
af DHL Group.
Myndir og myndband:
Myndband af Twitter:
Video desde el salón VIP en SJO @CrAereo @CR_Aviation pic.twitter.com/4050YGmnDE
— En vivo desde SJO (@adsbcr) April 7, 2022


11. maí 2022
|
Aðeins tólf flugvélar bættust við á pöntunarlista Boeing í aprílmánuði sem leið en flugvélaframleiðandinn fékk hinsvegar pantanir í 46 þotur í síðasta mánuði en á móti kemur að hætt var við pantanir í

7. apríl 2021
|
Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

22. apríl 2022
|
Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong hefur færst skrefi nær því að taka í notkun þriðju flugbraut vallarins.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm