flugfréttir

Fraktþota frá DHL fór út af braut í lendingu á Kosta Ríka

- Lýstu yfir neyðarástandi eftir flugtak vegna vandamáls í vökvakerfi

7. apríl 2021

|

Frétt skrifuð kl. 22:39

Flugvélin brotnaði í tvennt eftir að hún fór út af braut í lendingu á flugvellinum í San Jose á Kosta Ríka í dag

Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

Flugvélin fór í loftið kl. 15:04 að íslenskum tíma áleiðis til Guatemala City þegar flugmennirnir lýstu yfir neyðarástandi og tilkynntu um bilun í vökvakerfisbúnaði þegar vélin var komin í 21.000 fet.

Flugvélin snéri við og lenti aftur á flugvellinum í San Jose 50 mínútum síðar en í lendingarbruninu sveigða þotan út af flugbrautinni og endaði á graslendi á flugvallarsvæðinu þar sem hún brotnaði upp í tvo hluta og féllu bæði aðalhjólastellin saman.

Neyðarteymi, sem var í viðbragðsstöðu, fór að vélinni og komu tveimur flugmönnum frá borði en þeir voru þeir einu sem voru í flugvélinni og sakaði þá ekki.

Flugvélin fór í loftið áleiðis til Guatemala City kl. 15:04 í dag að íslenskum tíma

Samkvæmt Flightradar24.com þá var flugvélin í loftinu í 51 mínútu en flugmennirnir tilkynntu um vandamálið með vökvakerfið um 10 mínútum eftir flugtak.

Flugvélin sem átti í hlut var 22 ára gömul og flaug hún fyrst árið 1999 hjá taívanska flugfélaginu Far Eastern Air Transport en henni var breytt í fraktflugvél árið 2010 og hefur hún flogið fyrir DHL Aero Expreso í Panama sem er hluti af DHL Group.

Myndir og myndband:

Myndband af Twitter:  fréttir af handahófi

Pantanir í 46 þotur í apríl en hætt var við 34 þotur

11. maí 2022

|

Aðeins tólf flugvélar bættust við á pöntunarlista Boeing í aprílmánuði sem leið en flugvélaframleiðandinn fékk hinsvegar pantanir í 46 þotur í síðasta mánuði en á móti kemur að hætt var við pantanir í

Fraktþota frá DHL fór út af braut í lendingu á Kosta Ríka

7. apríl 2021

|

Engan sakaði er fraktþota af gerðinni Boeing 757-200 frá fraktflugfélaginu DHL fór út af braut í lendingu í dag á flugvellinumí San Jose á Kosta Ríka.

Prófunum lokið á þriðju flugbrautinni í Hong Kong

22. apríl 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong hefur færst skrefi nær því að taka í notkun þriðju flugbraut vallarins.

  Nýjustu flugfréttirnar

JetBlue gefst ekki upp og kemur með enn annað tilboðið í Spirit

28. júní 2022

|

JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

Óskar Pétur veitir Flugakademíu Íslands forstöðu

22. júní 2022

|

Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

EasyJet stefnir á að panta 56 Airbus A320neo þotur

21. júní 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

IATA: Bjart framundan fyrir flugfélögin

20. júní 2022

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

Asiana Airlines dustar rykið af risaþotunum

16. júní 2022

|

Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

Flugstjóri snéri ekki við í stjórnklefann af salerninu fyrir lendingu

14. júní 2022

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

Svara fyrir ummæli forstjórans um þreytu meðal starfsmanna

14. júní 2022

|

Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

Fyrri lendingarkeppnin á Tungubökkum fór fram í gær

10. júní 2022

|

Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm

Herða flugöryggi í Nepal í kjölfar flugslyss í lok maí

7. júní 2022

|

Flugmálayfirvöld í Nepal hafa ákveðið að herða flugöryggi og boðað til aðgerða er kemur að flugstarfsemi í vafasömu veðri og takmörkuðu skyggni í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 29. maí síða

90 flugmönnum bannað að fljúga 737 MAX tímabundið

7. júní 2022

|

Indverska lágfargjaldafélagið SpiceJet hefur bannað 90 af sínum flugmönnum að fljúga Boeing 737 MAX þotum eftir að flugfélagið fékk sekt frá indverskum flugmálayfirvöldum vegna annmarka í þjálfun fl