flugfréttir
Grímuskylda afnumin í farþegaflugi vestanhafs
- Dómari í Flórída segir að grímuskyldan hafi verið ólögmæt frá upphafi

Niðurstaða dómsins tekur í gildi þegar í stað og þurfa farþegar ekki að vera með grímur um borð í flugi í Bandaríkjunum
Grímuskylda var í gær afnmunin í öllum almenningssamgöngum í Bandaríkjunum og á það einnig við um farþegaflug vestanhafs en dómari í Flórída kvað upp dóm í gær sem kveður á um að grímuskyldan hafi frá upphafi verið ólögmæt og hafi verið um verulega skerðingu á frelsi fólks að ræða.
Dómurinn var kveðinn upp í gær af Kathryn Kimball Mizelle, dómara, og komst hún að þeirri niðurstöðu
að sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna hafi ekki
haft lagalega heimild til þess að neyða fólk til þess að vera með grímur vegna heimsfaraldursins og hafi verið um brot á
mannréttindum að ræða en grímuskylda í almenningssamgöngum var sett á í janúar árið 2021.
Niðurstaða dómsins telur alls 59 blaðsíður og mun hún koma í veg fyrir framlengingu á grímuskyldunni
sem til stóð að framlengja til 3. maí næstkomandi og í kjölfar dómskvaðningunnar hafa flugfélög
á borð við Delta Air Lines, United Airlines, Southwest Airlines og Alaska Airlines lýst því yfir
að farþegar þurfi ekki að vera með grímur um borð og sé það valfrjálst.
Þá hefur bandaríska samgönguöryggisstofnunin (TSA) einnig tilkynnt að grímskylda sé ekki lengur
til staðar á flugvöllum og þurfi farþegar vestanhafs því ekki lengur að vera með grímur
en stofnunin mælir hinsvegar með notkun á andlitsgrímum áfram þótt það sé ekki skylda lengur.


9. maí 2022
|
Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital verður fyrsti viðskiptavinurinn til þess að fá í hendur fyrsta eintakið af E-þotu frá Embraer sem búið verður að breyta úr farþegaþotu yfir í fraktþotu.

27. apríl 2022
|
Boeing hefur staðfest að seinkun verður á því að Boeing 777X þotan komi á markað og verður fyrsta þotan ekki afhent fyrr en árið 2025.

2. maí 2022
|
Indverska flugfélagið Jet Airways segist ekki ætla að ráða neina karlkyns flugliða í þeim tilgangi að ná fram sparnaði í hótelkostnað og stefnir félagið á að hafa einungis flugfreyjur um borð og enga

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm