flugfréttir
Telja líklegt að Boeing muni fresta 777X fram til ársins 2025

Boeing 777X tilraunaþota á Boeing Field flugvellinum í Seattle
Líkur eru á því að Boeing muni fresta afhendingum á Boeing 777X þotunum fram til byrjun ársins 2025 en þetta er haft eftir heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.
Boeing hafði áður tilkynnt að til stæði að Boeing 777X myndi fá flughæfnisvottun á síðasta
ársfjórðungi ársins 2023 og myndu afhendingar hefjast fyrir lok næsta árs og væri því um að ræða seinkun upp á meira en eitt ár og meira en 5 ára seinkun ef miðað er við hvenær Boeing 777X átti upphaflega að koma á markaðinn.
Emirates, sem er stærsti viðskiptavinurinn er kemur að Boeing 777X þotunni, hefur ítrekað
gagnrýnt Boeing vegna þeirra seinkanna sem hafa orðið á Boeing 777X þotunni en upphaflega
stóð til að Emirates myndi fá fyrstu þotuna afhenta í júní árið 2020.
Boeing ýtti 777X þotunni úr vör og tilkynnti um framleiðsluna árið 2013 og hefur Boeing fengið
pantanir í yfir 300 þotur en margar seinkanir fylgdu í kjölfarið og flaug þotan sitt fyrsta tilraunaflug í janúar árið 2020.
Boeing 777X, sem kemur í þremur útgáfum sem eru 777-8, 777-9 og 777-10, er ætlað að leysa af hólmi
Boeing 777 þoturnar auk þess sem þotunni er ætlað að etja kappi við A350 þoturnar frá Airbus.


3. maí 2022
|
Stjórn bandaríska lágfargjaldafélagsins Spirit Airlines hefur tilkynnt að félagið hafi hafnað yfirtökutilboði Jetblue Airlines og muni félagið halda sínu striki er kemur að samrunanum við Frontier Air

22. apríl 2022
|
Scott Kirby, framkvæmdarstjóri United Airlines, segir að skortur á flugmönnum vestanhafs gæti komið í veg fyrir að bandarísk flugfélög geti aukið umsvif sín á næstu fimm árum í takt við aukna eftirsp

11. maí 2022
|
Farþega einum tókst giftusamlega að lenda lítilli flugvél í Flórída í gær eftir að flugmaður vélarinnar veiktist skyndilega í miðju flugi.

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm