flugfréttir
Qatar Airways tapar fyrsta dómsmálinu gegn Airbus
- Airbus heimilt að rifta pöntun Qatar Airways í A321neo þoturnar

Airbus A350 þota frá Qatar Airways
Qatar Airways hefur tapað máli fyrir dómi í London eftir að flugfélagið stefndi Airbus í kjölfar þess að flugvélaframleiðandinn rifti pöntun í þær Airbus A321neo þotur sem Qatar Airways hafði pantað á sínum tíma.
Dómurinn var kveðinn upp í dag og tengist hann stærra deilumáli á milli Airbus og Qatar Airways
en flugfélagið hafði upphaflega höfðar mál á hendur Airbus vegna óánægju með málningarvinnu
á nýjum Airbus A350 þotum sem félagið neyddist til þess að kyrrsetja þar sem málningin á klæðningu
vélanna var farin að flagna af.
Qatar Airways neitaði að taka við fleiri Airbus A350 þotum og sagði Airbus að um brot
á kaupsamningi væri að ræða og ákvað framleiðandinn þá í kjölfarið að rifta pöntun sem Qatar
Airways átti í A321neo þoturnar.
Qatar Airways hefur gagnrýnt Airbus fyrir þau viðbrögð og sakað framleiðandann um svik á
sáttmála og segir að Airbus geti ekki brugðist við með því að neita að hefja smíði á þeim A321neo
þotum sem félagið á von á að fá afhentar.
Ef dómurinn hefði dæmt Qatar Airways í vil hefði Airbus verið skuldbundið til þess að framleiða
þær Airbus A321neo þotur sem félagið hafði pantað og tekið áhættu á að sitja uppi með þær
ef Qatar Airways hefði ekki viljað taka við fleiri þotum líkt og með A350 þoturnar.
Qatar Airways sagði við réttarhöldin að flugfélagið þyrfti sérstaklega á A321neo þotunum að halda
vegna getu þeirra er kemur að flugdrægi en tíu af þeim Airbus A321neo þotum sem félagið pantaði
áttu að vera af A321LR gerðinni.
Dómarinn dró í efa áform Qatar Airways og benti á að flugfélagið hefði lagt inn pöntun til Boeing
í 50 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX aðeins tveimur vikum eftir að Airbus rifti pöntuninni í A321neo
þoturnar.
Qatar Airways andmælti þeim athugasemdum og sagði að pöntunin í Boeing 737 MAX þoturnar væri
aðskilin og kæmi ekki pöntuninni í A321neo þoturnar við á nokkurn hátt.
Deilan á milli Airbus og Qatar Airways hefur að mestu leyti ekki breyst þrátt fyrir dóminn í morgun
og er enn ekki búið að leysa ágreininginn vegna gallans í frágangnum á málningunni á Airbus A350
þotunum sem miðar af því hvort að þoturnar séu öruggar er kemur að flugöryggi.
Þrátt fyrir að örfá flugfélög hafa einnig orðið vör við galla í yfirlagi á klæðningu nokkurra Airbus A350 þotna þá hafa
engin önnur flugfélög kyrrsett þoturnar og flugmálayfirvöld ekki gert athugasemdir er varðar
lofthæfi þeirra.


4. ágúst 2022
|
Lokið hefur verið við að mála fyrstu Airbus A330neo breiðþotuna fyrir Air Greenland en þotunni var ýtt út úr málningarsalnum í Toulouse á dögunum.

8. júlí 2022
|
Yfirmenn Boeing hafa varað við því að mögulega gæti farið svo að flugvélaframleiðandinn hætti við framleiðslu á Boeing 737 MAX 10, sem er lengsta útgáfa af MAX-þotunni, og er ástæðan sögð vera vegna a

16. júlí 2022
|
Stærstu flugvellirnir í Evrópu eru farnir að grípa til örþrifaráða til þess að stemma stigu við fjölda flugfarþega og eru miklir flöskuhálsar farnir að skapa gríðarlegt vandamál með tilheyrandi töfu

17. ágúst 2022
|
Flugþjálfunarfyrirtækið CAE og ástralska flugfélagið Qantas hafa undirritað samning um nýtt þjálfunarsetur sem mun rísa í Sydney í Ástralíu.

16. ágúst 2022
|
Breska flugfélagasamteypan IAG (Internatioan Airlines Group), móðurfélag British Airways og Iberia, hefur keypt 20 prósenta hlut í flugfélaginu Air Europa en um er að ræða lán í móðurfélaginu sem bre

15. ágúst 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) óska nú eftir því að starfslokaaldur atvinnuflugmanna verði hækkaður í von um að það muni auðvelda flugfélögum að hafa næga flugmenn á sama tíma og spár gera ráð f

15. ágúst 2022
|
Flugfélagið SAS (Scandinavian Airlines) hefur tryggt sér brúarlán upp á 96 milljarða frá fyrirtækinu Apollo Global Management til þess að endurfjármagna rekstur félagsins.

12. ágúst 2022
|
Michael O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, segir að tími hræódýrra flugfargjalda sé liðinn og muni það núna heyra sögunni til að hægt sé að bóka flug fyrir aðeins 10 evrur aðra leiðina.

11. ágúst 2022
|
Rússneska flugfélagið Volga-Dnepr mun á næstunni segja upp yfir 200 flugmönnum sem starfa hjá félaginu og þar á meðal þeim flugmönnum sem starfa hjá dótturfélögunum AirBridgeCargo og Atran.

10. ágúst 2022
|
Malaysia Airlines er sagt ætla að festa kaup á tuttugu A330neo breiðþotum sem ætlað er að leysa af hólmi eldri þotur í flota flugfélagsins.

9. ágúst 2022
|
Sagt er að nokkur rússnesk flugfélög, og þar á meðal ríkisflugfélagið Aeroflot, séu farin að rífa niður farþegaþotur í sínum flugflota til þess að nálgast varahluti og halda öðrum flugvélum í flotan