flugfréttir
Talið að sígaretta í stjórnklefa hafi valdið EgyptAir-flugslysinu
- Airbus A320 þota fórst yfir Miðjarðarhafi árið 2016 vegna elds um borð

Staðsetning á öskubakka í stjórnklefa á Airbus A319 þotu (samsett mynd)
Franskir flugslysasérfræðingar, sem hafa birt nýja skýrslu, telja að flugslys sem átti sér stað árið 2016 er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá egypska flugfélaginu EgyptAir fórst yfir Miðjarðarhafi megi að öllum líkindum rekja til þess að annar flugmaðurinn hafi verið að reykja í stjórnklefanum og sígaretta hafi komið af stað eldi um borð.
Flugslysið var eitt það mannskæðasta árið 2016 en þotan var á leið frá París til Kaíró og var þotan yfir Miðjarðarhafinu
á milli Kýpir og norðurströnd Egyptalands þegar hún fórst með þeim afleiðingum að 66 um borð týndu lífi og komst engin
lífs af.
Flugmenn vélarinnar lýstu yfir neyðarástandi vegna elds um borð og er vitað að reykskynjarar á einu salerni og í rafbúnaðarklefa undir farþegarýminu
fóru í gang sem gaf til kynna merki um eld um borð í vélinni og sendi ACARS-búnaður vélarinnar einnig frá sér merki um reyk skömmu áður en þotan hvarf af ratsjá.
Vitað að orsökin hafi verið eldur en upptök hans hafa vegið ókunn
Flugslysasérfræðingar töldu upphaflega að bilun hafi ollið flugslysinu á meðan sérfræðingar í Egyptalandi töldu
að um hryðjuverk hefði verið að ræða en lokaskýrsla var gefin út árið 2018 þar sem orsök slyssins var talin vera vegna
elds í stjórnklefanum en ekki var tilgreint hver eldsupptökin voru.
Saksóknari í Frakklandi fór fram á að ítarlegri greinargerð yrði framkvæmd til þess að varpa ljósi á eldsupptökin
og voru sérfræðingar í Frakklandi og á Ítalíu fengnir til þess að komast að niðurstöðu varðandi hvað olli eldinum.

Þotan sem fórst bar skráninguna SU-GCC
Hópur sérfræðinga áttu 23 fundi sem fram fóru frá ágúst í fyrra til febrúar á þessu ári eftir að hafa farið aftur yfir flugrita
vélarinnar og gáfu þeir frá sér skýrslu upp á 134 blaðsíður þar sem niðurstaðan er sú að annar flugmannanna hafi
verið að reykja sígarettu í stjórnklefanum.
Greint er frá því að leki hafi verið í súrefnisgrímum flugmannanna á meðan að þær voru
í hólfum sínum og er stuðst við hljópupptöku úr hljóðrita þotunnar þar sem heyrist hljóð koma frá grímunum sem gaf til kynna mikið súrefnisflæði.
Fram kemur að flugvirki hafði skipt um súrefnisgrímur flugmannanna þremur dögum fyrir flugslysið en hann hafði
óvart skilið ventil eftir í neyðarstöðu og hefur Airbus greint frá því að grímurnar eigi til að leka séu þær
stilltar á neyðarham sem eykur súrefnisflæðið í grímunum til muna.
Talið er að hið aukna súrefnisflæði hafi látið sígarettuna brenna upp hraðar og glóðin komið af stað eldi um borð sem
flugmennirnir hafi ekki náð að ráða við.
Yfirvöld í Egyptalandi hafa allar götur síðan talið að hryðjuverk hafi verið orsök þess að þotan fórst ofan í Miðjarðarhaf
og neituðu egypsk stjórnvöld til að mynda að starfa með flugslysasérfræðingum í Frakklandi á þeim tíma sem rannsóknin
stóð yfir og birti egypska rannsóknarnefndin aldrei neina skýrslu um slysið.
Saksóknari í Egyptalandi birti hinsvegar
greinargerð árið 2018 þar sem hann taldi það vera rétt að eldur í stjórnklefa hafi sennilega verið orsökin.


15. mars 2023
|
Bandaríska fraktflugfélagið Atlas Air telur að alvarlegur skortur á stórum fraktflugvélum blasi við í heiminum á næstu árum.

3. maí 2023
|
Air Greenland mun í sumar taka á leigu Boeing 737-800 þotu frá danska flugfélaginu Jettime sem verður notuð til þessa að anna eftirspurn yfir sumartímann í flugi milli Grænlands og Kaupmannahafnar og

2. maí 2023
|
Etihad Airways ætlar sér að tvöfalda flugflotann upp í 150 flugvélar fyrir lok þessa áratugar og með því þrefalda farþegafjöldann upp í 30 milljónir farþega á ári.

8. júní 2023
|
Senn styttist í að ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air taki við sinni tvö hundruðustu flugvél en við lok seinasta fjármálaárs, þann 31. mars sl. stóð flugflotinn í 179 flugvélum og samanstendur a

7. júní 2023
|
Þegar er farið að örla á seinkunum á samgöngum í Evrópu og hafa evrópsk yfirvöld varað þá aðila sem eiga hlut að máli að huga sem fyrst að því að grípa í taumana til að draga úr áhrifum sem gæti or

5. júní 2023
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi hefur gefið frá sér skýrslu varðandi alvarlegt flugatvik sem átti sér stað á Charles de Gaulle flugvellinum í París fyrir tveimur og hálfu ári síðan.

5. júní 2023
|
Fyrri lendingarkeppni sumarsins á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar fór fram í gær á Tungubökkum.

5. júní 2023
|
Icelandair hefur undirritað samstarfssamning við Turkish Airlines um sameiginlega farmiðaútgáfu sem þýðir að farþegar fá aðgang að áfangastöðum flugfélaganna beggja á einni bókun í gegnum bókunarkerf

1. júní 2023
|
Nýtt breskt sprotaflugfélag, Global Airlines, hefur fest kaup á sinni fyrstu þotu sem er risaþota af gerðinni Airbus A380 sem mun hefja áætlunarflug frá Gatwick-flugvellinum í London næsta vor.

1. júní 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur opnað fyrir bókanir fyrir fyrstu flugferðir félagsins með rafmagnsflugvél þrátt fyrir að áformað sé að fyrsta rafmagnsflugið verði ekki flogið fyrr en árið 2028.

31. maí 2023
|
Air Greenland hefur neyðst til þess að taka tímabundið á leigu Boeing 777 þotu og Boeing 737 þotu eftir að nýja Airbus A330neo breiðþota félagsins varð fyrir atviki á flugvellinum í Kaupmannahöfn f