flugfréttir
Talið að sígaretta í stjórnklefa hafi valdið EgyptAir-flugslysinu
- Airbus A320 þota fórst yfir Miðjarðarhafi árið 2016 vegna elds um borð

Staðsetning á öskubakka í stjórnklefa á Airbus A319 þotu (samsett mynd)
Franskir flugslysasérfræðingar, sem hafa birt nýja skýrslu, telja að flugslys sem átti sér stað árið 2016 er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá egypska flugfélaginu EgyptAir fórst yfir Miðjarðarhafi megi að öllum líkindum rekja til þess að annar flugmaðurinn hafi verið að reykja í stjórnklefanum og sígaretta hafi komið af stað eldi um borð.
Flugslysið var eitt það mannskæðasta árið 2016 en þotan var á leið frá París til Kaíró og var þotan yfir Miðjarðarhafinu
á milli Kýpir og norðurströnd Egyptalands þegar hún fórst með þeim afleiðingum að 66 um borð týndu lífi og komst engin
lífs af.
Flugmenn vélarinnar lýstu yfir neyðarástandi vegna elds um borð og er vitað að reykskynjarar á einu salerni og í rafbúnaðarklefa undir farþegarýminu
fóru í gang sem gaf til kynna merki um eld um borð í vélinni og sendi ACARS-búnaður vélarinnar einnig frá sér merki um reyk skömmu áður en þotan hvarf af ratsjá.
Vitað að orsökin hafi verið eldur en upptök hans hafa vegið ókunn
Flugslysasérfræðingar töldu upphaflega að bilun hafi ollið flugslysinu á meðan sérfræðingar í Egyptalandi töldu
að um hryðjuverk hefði verið að ræða en lokaskýrsla var gefin út árið 2018 þar sem orsök slyssins var talin vera vegna
elds í stjórnklefanum en ekki var tilgreint hver eldsupptökin voru.
Saksóknari í Frakklandi fór fram á að ítarlegri greinargerð yrði framkvæmd til þess að varpa ljósi á eldsupptökin
og voru sérfræðingar í Frakklandi og á Ítalíu fengnir til þess að komast að niðurstöðu varðandi hvað olli eldinum.

Þotan sem fórst bar skráninguna SU-GCC
Hópur sérfræðinga áttu 23 fundi sem fram fóru frá ágúst í fyrra til febrúar á þessu ári eftir að hafa farið aftur yfir flugrita
vélarinnar og gáfu þeir frá sér skýrslu upp á 134 blaðsíður þar sem niðurstaðan er sú að annar flugmannanna hafi
verið að reykja sígarettu í stjórnklefanum.
Greint er frá því að leki hafi verið í súrefnisgrímum flugmannanna á meðan að þær voru
í hólfum sínum og er stuðst við hljópupptöku úr hljóðrita þotunnar þar sem heyrist hljóð koma frá grímunum sem gaf til kynna mikið súrefnisflæði.
Fram kemur að flugvirki hafði skipt um súrefnisgrímur flugmannanna þremur dögum fyrir flugslysið en hann hafði
óvart skilið ventil eftir í neyðarstöðu og hefur Airbus greint frá því að grímurnar eigi til að leka séu þær
stilltar á neyðarham sem eykur súrefnisflæðið í grímunum til muna.
Talið er að hið aukna súrefnisflæði hafi látið sígarettuna brenna upp hraðar og glóðin komið af stað eldi um borð sem
flugmennirnir hafi ekki náð að ráða við.
Yfirvöld í Egyptalandi hafa allar götur síðan talið að hryðjuverk hafi verið orsök þess að þotan fórst ofan í Miðjarðarhaf
og neituðu egypsk stjórnvöld til að mynda að starfa með flugslysasérfræðingum í Frakklandi á þeim tíma sem rannsóknin
stóð yfir og birti egypska rannsóknarnefndin aldrei neina skýrslu um slysið.
Saksóknari í Egyptalandi birti hinsvegar
greinargerð árið 2018 þar sem hann taldi það vera rétt að eldur í stjórnklefa hafi sennilega verið orsökin.


13. apríl 2022
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins hefur bætt 21 rússnesku flugfélag á svarta listann sem þýðir að þau flugfélög fá ekki að fljúga inn í evrópska lofthelgi.

5. maí 2022
|
Lufthansa segir að mögulega gæti risaþotan Airbus A380 bjargað félaginu að hluta til úr þeim vanda sem félagið, líkt og mörg önnur flugfélög standa frammi fyrir í sumar, er kemur að starfsmannaskorti

5. apríl 2022
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines ætlar að selja tvær Airbus A350-900 breiðþotur en báðar þoturnar hafa verið mjög lítið notaðar og þeim aðeins flogið átta sinnum í áætlunarflugi frá því þær voru

28. júní 2022
|
JetBlue Airways hefur komið með enn annað tilboðið í Spirit Airlines og kemur tilboðið á síðustu stundu áður en hluthafar Spirit Airlines kjósa um fyrirhugaðan samruna félagsins við Frontier Airlines

22. júní 2022
|
Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra og stöðu yfirkennara bóklegrar kennslu hjá Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson var ráðinn skólastjóri og Davíð Brár Unnarson yfirkennari bóklegrar kennslu

21. júní 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet segir að til standi að leggja inn pöntun til Airbus í 56 þotur af gerðinni Airbus A320neo og þá sé einnig áætlað að breyta pöntunum í átján A320neo þotur yfir í A3

20. júní 2022
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa gefið út endurgerða fjárhagsspá fyrir flugfélögin þar sem talið er að afkoma flugfélaganna verði betri eftir heimsfaraldurinn en gert var ráð fyrir í upphafi

16. júní 2022
|
Suður-kóreska flugfélagið Asiana Airlines hefur ákveðið að dusta rykið af risaþotunum Airbus A380 þar sem að eftirspurn eftir flugi hefur tekið við sér að nýju eftir heimsfaraldurinn.

14. júní 2022
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá easyJet lýsti yfir neyðarástandi sl. sunnudag (þann 12. júní) eftir að annar flugmaður vélarinnar brá sér á salernið og kom ekki til baka í stjórnklefann fyrir

14. júní 2022
|
Ungvesrka lágfargjaldafélagið Wizz Air hefur þurft að svara fyrir ummæli framkvæmdarstjóra flugfélagsins og segir félagið í yfirlýsingu sinni að það sé langt frá því að Wizz Air setji flugöryggi í an

10. júní 2022
|
Lendingarkeppni fór fram á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en keppnin hófst klukkan 19:30 og var hluti af hinu vikulega fimmtudagskaffi sem fram fer á Tungubökkum á sumrin þar sem flugm