flugfréttir

Talið að sígaretta í stjórnklefa hafi valdið EgyptAir-flugslysinu

- Airbus A320 þota fórst yfir Miðjarðarhafi árið 2016 vegna elds um borð

27. apríl 2022

|

Frétt skrifuð kl. 19:06

Staðsetning á öskubakka í stjórnklefa á Airbus A319 þotu (samsett mynd)

Franskir flugslysasérfræðingar, sem hafa birt nýja skýrslu, telja að flugslys sem átti sér stað árið 2016 er farþegaþota af gerðinni Airbus A320 frá egypska flugfélaginu EgyptAir fórst yfir Miðjarðarhafi megi að öllum líkindum rekja til þess að annar flugmaðurinn hafi verið að reykja í stjórnklefanum og sígaretta hafi komið af stað eldi um borð.

Flugslysið var eitt það mannskæðasta árið 2016 en þotan var á leið frá París til Kaíró og var þotan yfir Miðjarðarhafinu á milli Kýpir og norðurströnd Egyptalands þegar hún fórst með þeim afleiðingum að 66 um borð týndu lífi og komst engin lífs af.

Flugmenn vélarinnar lýstu yfir neyðarástandi vegna elds um borð og er vitað að reykskynjarar á einu salerni og í rafbúnaðarklefa undir farþegarýminu fóru í gang sem gaf til kynna merki um eld um borð í vélinni og sendi ACARS-búnaður vélarinnar einnig frá sér merki um reyk skömmu áður en þotan hvarf af ratsjá.

Vitað að orsökin hafi verið eldur en upptök hans hafa vegið ókunn

Flugslysasérfræðingar töldu upphaflega að bilun hafi ollið flugslysinu á meðan sérfræðingar í Egyptalandi töldu að um hryðjuverk hefði verið að ræða en lokaskýrsla var gefin út árið 2018 þar sem orsök slyssins var talin vera vegna elds í stjórnklefanum en ekki var tilgreint hver eldsupptökin voru.

Saksóknari í Frakklandi fór fram á að ítarlegri greinargerð yrði framkvæmd til þess að varpa ljósi á eldsupptökin og voru sérfræðingar í Frakklandi og á Ítalíu fengnir til þess að komast að niðurstöðu varðandi hvað olli eldinum.

Þotan sem fórst bar skráninguna SU-GCC

Hópur sérfræðinga áttu 23 fundi sem fram fóru frá ágúst í fyrra til febrúar á þessu ári eftir að hafa farið aftur yfir flugrita vélarinnar og gáfu þeir frá sér skýrslu upp á 134 blaðsíður þar sem niðurstaðan er sú að annar flugmannanna hafi verið að reykja sígarettu í stjórnklefanum.

Greint er frá því að leki hafi verið í súrefnisgrímum flugmannanna á meðan að þær voru í hólfum sínum og er stuðst við hljópupptöku úr hljóðrita þotunnar þar sem heyrist hljóð koma frá grímunum sem gaf til kynna mikið súrefnisflæði.

Fram kemur að flugvirki hafði skipt um súrefnisgrímur flugmannanna þremur dögum fyrir flugslysið en hann hafði óvart skilið ventil eftir í neyðarstöðu og hefur Airbus greint frá því að grímurnar eigi til að leka séu þær stilltar á neyðarham sem eykur súrefnisflæðið í grímunum til muna.

Talið er að hið aukna súrefnisflæði hafi látið sígarettuna brenna upp hraðar og glóðin komið af stað eldi um borð sem flugmennirnir hafi ekki náð að ráða við.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa allar götur síðan talið að hryðjuverk hafi verið orsök þess að þotan fórst ofan í Miðjarðarhaf og neituðu egypsk stjórnvöld til að mynda að starfa með flugslysasérfræðingum í Frakklandi á þeim tíma sem rannsóknin stóð yfir og birti egypska rannsóknarnefndin aldrei neina skýrslu um slysið.

Saksóknari í Egyptalandi birti hinsvegar greinargerð árið 2018 þar sem hann taldi það vera rétt að eldur í stjórnklefa hafi sennilega verið orsökin.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga